fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

7 manna fjölskylda var myrt í svefni – Var sökinni komið á elsta soninn eða var hann sekur?

Pressan
Sunnudaginn 1. júní 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sakamálið er eitt versta morðmál í sögu Kanada og vekur enn umræðu meðal almennings. Robert Raymond Cook var tekinn af lífi fyrir um það bil 65 árum eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa myrt föður sinn, Raymond Cook, og sömuleiðis grunaður um að hafa myrt stjúpmóður sína Daisy Cook, og drepið fimm ung hálfsystkini sín, á aldrinum þriggja til níu ára, í svefni.

Cook, sem var 23 ára, var efstur á lista lögreglunnar yfir grunaða, þrátt fyrir að hann hafi aðeins verið dæmdur fyrir morðið á föður sínum. Var það gert til að flýta fyrir réttarhöldunum. Cook hélt fram sakleysi sínu til síns hinsta dags og skrifaði meðal annars dramatískt ljóð þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu.

Cook var tekinn af lífi 15. nóvember 1960 og var síðasti maðurinn sem var hengdur í Alberta. 

Handtaka leiðir til hræðilegrar uppgötvunar

Cook var inn og út úr fangelsi alla ævina, að sögn verjanda síns, David MacNaughton, sem sagði í viðtali á sínum tíma að skjólstæðingur hans hafi aðeins verið utan fangelsis í 243 daga á aldrinum 14 til 22 ára vegna þess að hann var stöðugt handtekinn fyrir smáglæpi eins og þjófnað.

Fjölskylda Cooks var myrt aðeins nokkrum dögum eftir að hann var látinn laus úr afplánun tveggja ára fangelsisdóms. Eftir að hann var látinn laus var Cook handtekinn aftur þegar hann reyndi að selja bíl föður síns Raymonds og var hann einnig sakaður um skjalafals. Í skottinu á bifreiðinni fann lögreglan fjölskylduskjöl, þar á meðal fæðingarvottorð fjölskyldumeðlima, hjónabandsvottorð föður hans, einkunnaspjöld systkina Cooks og myndaalbúm með myndum af móður Cooks, auk fleiri eigna fjölskyldunnar.

Lögreglan ákvað að heimsækja föður Cooks til að spyrja hann beint út í tilraun sonar hans til að selja bílinn, en þegar lögreglan kom  að húsinu tóku lögreglumenn eftir blóði um allt heimilið og gátu ekki strax fundið fjölskylduna. Raymond, 53 ára, kona hans Daisy Mae, 37 ára, og fimm hálfsystkini Cook, Gerald, 9 ára, Patrick, 8 ára, Christopher, 7 ára , Kathy, 5 ára og Linda Mae, 3 ára, fundust fljótlega látin í gryfju vélvirkja undir bílskúr fjölskyldunnar.

Heimili Cook fjölskyldunnar

Morðin á Cook fjölskyldunni

Cook var fljótlega verið ákærður fyrir að myrða sjö fjölskyldumeðlimi sína: Raymond og eiginkona hans Daisy höfðu verið myrt með haglabyssu, en börnin höfðu verið barin til hana með byssunni. Blóð fannst í rúmum fjölskyldumeðlima, sem leiddi til þess að rannsakendur héldu að fjölskyldan hefði verið drepin í svefni.

Cook var sendur á Ponoka sjúkrahúsið í 30 daga geðrannsókn eftir að hafa verið ákærður fyrir morðin, en hann dvaldi ekki lengi þar. Réttarskjöl sýna að hann slapp frá sjúkrahúsinu aðeins nokkrum dögum eftir innlögn og þannig hófst ein umfangsmesta leit í sögu Alberta. Flótti Cooks olli víðtækri viðvörun og skelfingu meðal íbúa á svæðinu segir í handtökuyfirlýsingu frá 1960. Eftir nokkra spennuþrungna daga, tvær bílaeftirfarir og frásagnir fjölmiðla um allt land var Cook handsamaður og fluttur í gæsluvarðhald.

Réttarhöld og aftaka

Cook hélt fram sakleysi sínu í gegnum öll réttarhöldin og sagðist hafa verið að brjótast inn í fatahreinsun í Edmonton kvöldið sem fjölskylda hans var myrt á heimili sínu. Hann var fundinn sekur á grundvelli sönnunargagna. Cook áfrýjaði dómnnum, en varmfundinn sekur í annað sinn og dæmdur til dauða fyrir morðið á föður sínum. 

Aftaka hans árið 1960 var síðasta henging í sögu Alberta, samkvæmt kanadíska lagaskjalasafnini. Cook var aldrei sakfelldur fyrir sex aðrar morðákærur sem hann stóð frammi fyrir vegna dauða stjúpmóður sinnar Daisy og fimm ungra barna hennar.

Á þeim áratugum sem liðið hafa síðan hefur sekt Cooks haldið áfram að valda deilum meðal heimamanna. Í grein árið 2019 um fjöldamorðið koma fram mismunandi skoðanir heimamanna á málinu.

Daginn fyrir hengingu hans orti hinn dæmdi morðingi ljóð þar sem hann kenndi ónefndum geranda um. „Ég sit hér í dauðaklefanum mínum, ég veit ekki hvers vegna / því sönnunargögnin sönnuðu að ég væri saklaus, og það er engin lygi (e. I sit here in my death cell, I know not why / For the evidence proved me innocent, and that is no lie),“ hefst ljóð Cooks, samkvæmt afriti sem geymt er í kanadíska lögfræðiskjalasafninu.

„Svo ég spyr ykkur hvort það sé skrítið að ég sé dæmdur í snöru / Á meðan morðingi fjölskyldu minnar er á lausu (e. So I ask you is it strange that I am sentenced to the noose / While my family’s killer is on the loose),“ endurtekur Cook allan tímann í ljóði sínu.

Margir heimamenn trúa því enn að Cook hafi sannarlega verið saklaus og velta því fyrir sér hvort raunverulegi morðingi fjölskyldunnar hafi komist í burtu með því að koma sökinni yfir á elsta son fjölskyldunnar.

„Það getur vel verið að Cook hafi myrt þau, en það var vafi,“ sagði MacNaughton, verjandi Cook, áratugum síðar og viðurkenndi: „Ég er hreinlega ekki viss hvort hann var sekur eða saklaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök