fbpx
Mánudagur 26.maí 2025
Pressan

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða

Pressan
Sunnudaginn 25. maí 2025 21:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú lætur gluggann vera opinn á nóttunni til að fá ferskt loft, smá kælingu og góðan nætursvefn. Kannski er það bara orðinn vani að láta gluggann vera opinn á nóttunni.

En kannski finnur þú fyrir óróleika í líkamanum og viðvarandi þreytu sem lætur ekki undan þótt þú eigir eiginlega að hafa náð góðri hvíld.

Vísindamenn við Johannes Gutenberg háskólann í Mainz í Þýskalandi rannsökuðu áhrif umhverfishljóða á svefninn og þá sérstaklega áhrif hávaða sem berst utan frá.

Niðurstaða þeirra er skýr – Að sofa með opinn glugga í þéttbýli getur verið mun skaðlegra en flestir telja.

Þetta snýst ekki bara um hávaða sem við heyrum þegar við erum vakandi. Þegar við sofum og hávaðinn vekur okkur ekki, skráir líkaminn hávaðann sem ógn. Af þeim sökum setur hann framleiðslu stresshormóna af stað. Það gerist þótt það aki bara einn bíll fram hjá húsinu þínu alla nóttina.

Með tímanum getur þetta haft meira í för með sér en bara slæm svefngæði. Þetta getur valdið hækkandi blóðþrýstingi, meira kólesteróli, meiri hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og meiri líkum á kvíða og þunglyndi.

Það virðist vera ákveðin mótsögn í þessu – Við opnum gluggann til að tryggja betri líðan og svefngæði en í raun erum við að draga úr svefngæðunum.  Lengd svefnsins er ekki endilega það sem skiptir máli, heldur hversu truflanalaus og rólegur hann er.

Svefnsérfræðingar ráðleggja fólki að lofta vel út fyrir háttatímann og aftur að morgni. Með því fær maður ferskt loft án þess að líkaminn þurfi að takast á við ónauðsynlegan hávaða þegar hann sefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir þessar fimm ódýru matvörur geta hraðað þyngdartapi

Næringarfræðingur segir þessar fimm ódýru matvörur geta hraðað þyngdartapi
Pressan
Í gær

Segir að A-manneskjur séu ríkari og lifi lengur

Segir að A-manneskjur séu ríkari og lifi lengur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hellti úr skálum reiði sinnar áður en hann var tekinn af lífi – „Ég drap hana ekki“

Hellti úr skálum reiði sinnar áður en hann var tekinn af lífi – „Ég drap hana ekki“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofurhlauparinn segist ekki hafa svindlað þegar hann setti ótrúlegt heimsmet

Ofurhlauparinn segist ekki hafa svindlað þegar hann setti ótrúlegt heimsmet
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump skýrir frá „smávegis vandamáli“ varðandi forstjóra Apple

Trump skýrir frá „smávegis vandamáli“ varðandi forstjóra Apple