fbpx
Mánudagur 26.maí 2025
Pressan

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað

Pressan
Sunnudaginn 25. maí 2025 17:30

Blóðþrýstingurinn mældur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Surrey sýna að hið náttúrulega efni flavan-3-ols, sem er að finna í kakói, tei, eplum og vínberum, getur lækkað blóðþrýstinginn og styrkt heilbrigði æðakerfisins.

Það er því kannski góð ástæða að fá sér tebolla eða smávegis af dökku súkkulaði daglega.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu European Journal of Preventive Cardiology, voru gögn úr 145 rannsóknum greind. Niðurstaðan er að reglulega neysla flavan-3-ols geti lækkað blóðþrýsting, sérstaklega hjá fólki sem glímir við of háan blóðþrýsting.

Í sumum tilfellum voru meðal áhrifin sambærileg við ákveðin lyf. SurreyLive skýrir frá þessu.

Flavan-3-ols reyndist einnig bæta virkni æðaþelsins en það er innra lagið í æðunum. Það skiptir miklu máli fyrir almennt heilbrigði hjartans og æðanna. Þessi bæting átti sér stað, óháð breytingum á blóðþrýstingi. Þetta bendir til jákvæðra áhrifa á blóðrásina.

Christian Heiss, aðalhöfundur rannsóknarinnar og prófessor við University of Surrey, segir að niðurstöðurnar séu hvetjandi fyrir þá sem leita að aðgengilegum leiðum til að takast á við blóðþrýsting sinn og styðja heilbrigði hjartans með góðum breytingum á neysluvenjum.

Hann sagði að það að hafa venjuleg matvæli á borð við te, epli, dökkt súkkulaði og kakóduft sem hluta af daglegu mataræði, geti tryggt nægilegt magn af flavan-3-ols.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að A-manneskjur séu ríkari og lifi lengur

Segir að A-manneskjur séu ríkari og lifi lengur
Pressan
Í gær

Geispar þú mikið? Það getur verið hættulegt

Geispar þú mikið? Það getur verið hættulegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofurhlauparinn segist ekki hafa svindlað þegar hann setti ótrúlegt heimsmet

Ofurhlauparinn segist ekki hafa svindlað þegar hann setti ótrúlegt heimsmet
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir þekktir úr tónlistarbransanum á meðal þeirra sem létust í flugslysinu í San Diego

Tveir þekktir úr tónlistarbransanum á meðal þeirra sem létust í flugslysinu í San Diego
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lúxushótelverkefni Trump í biðstöðu – Játaði skjalafals

Lúxushótelverkefni Trump í biðstöðu – Játaði skjalafals
Pressan
Fyrir 3 dögum

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“