Það er því kannski góð ástæða að fá sér tebolla eða smávegis af dökku súkkulaði daglega.
Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu European Journal of Preventive Cardiology, voru gögn úr 145 rannsóknum greind. Niðurstaðan er að reglulega neysla flavan-3-ols geti lækkað blóðþrýsting, sérstaklega hjá fólki sem glímir við of háan blóðþrýsting.
Í sumum tilfellum voru meðal áhrifin sambærileg við ákveðin lyf. SurreyLive skýrir frá þessu.
Flavan-3-ols reyndist einnig bæta virkni æðaþelsins en það er innra lagið í æðunum. Það skiptir miklu máli fyrir almennt heilbrigði hjartans og æðanna. Þessi bæting átti sér stað, óháð breytingum á blóðþrýstingi. Þetta bendir til jákvæðra áhrifa á blóðrásina.
Christian Heiss, aðalhöfundur rannsóknarinnar og prófessor við University of Surrey, segir að niðurstöðurnar séu hvetjandi fyrir þá sem leita að aðgengilegum leiðum til að takast á við blóðþrýsting sinn og styðja heilbrigði hjartans með góðum breytingum á neysluvenjum.
Hann sagði að það að hafa venjuleg matvæli á borð við te, epli, dökkt súkkulaði og kakóduft sem hluta af daglegu mataræði, geti tryggt nægilegt magn af flavan-3-ols.