Frumvarpið byggist á lögum sem nefnast „Obscenity Definition Act“ sem beinast að því að stöðva framleiðslu og dreifingu kláms. Samkvæmt því verður bannað að framleiða og dreifa klámi.
Nú þegar hafa Louisiana, Flórída, Tennessee og Suður-Karólína sett lög sem kveða á um að notendur klámsíða verði að sanna aldur sinn á ákveðinn hátt áður en þeir fá aðgang að klámefni.
Mike Lee telur þetta ekki nógu langt gengið og vill því banna klám alfarið. Samkvæmt frumvarpi hans verður refsivert að framleiða klám vegna „skaðlegra áhrifa þess á bandarískt samfélag“ að sögn The Independent.
Klámiðnaðurinn er að vonum ekki sáttur við tillögu Mike Lee eða kröfur fyrrgreindra ríkja um aldursstaðfestingu notenda klámsíðna og hafa þrír stórir klámframleiðendur, í samvinnu við fleiri aðila, tekið höndum saman og höfðað mál á hendur Indíana þar sem þau telja þessar kröfur brjóta gegn réttindum þeirra.