Í lok níunda áratugarins sagði stjórnmálamaðurinn Edwina Currie að egg gætu innihaldið salmonellu og varð það til þess að miklum fjölda hæna var slátrað. Egg hafa einnig verið sögð valda sykursýki, hjartasjúkdómum og jafnvel krabbameini vegna þess hversu mikið þau innihalda af kólesteróli og fitu.
„Flestar mýturnar um egg má rekja til megrunarkúltúrsins á tíunda áratugnum þar sem fitusnautt mataræði var vinsælt og það var talið að matvæli, sem innihalda mikið kólesteról, ættu sök á hjarta- og æðasjúkdómum. Í dag vitum við að svo er ekki,“ sagði Stephenson.
Næringarfræðingurinn Caroline Farrell segir að þrátt fyrir að egg séu holl, þá sé ekki ráðlegt að borða þau í ótakmörkuðu magni. Hún ráðleggur fólki að borða ekki meira en tvö egg á dag. Það eigi alltaf að forðast ofneyslu á öllum tegundum matar og þar séu egg ekki undanskilin.