Einfalt 30 sekúndna próf gæti hjálpað til við að greina heilaæxli fyrr. Breskur læknir, sem kallar sig Medifectious á Tiktok, birti myndband af aðferðinni sem vakið hefur talsverða athygli á samfélagsmiðlinum.
Hér má sjá lækninn útskýra prófið:
@medifectious #medicine #canyoudothis #challenge #dare #medicine #dysdiokenesis ♬ original sound – Medifectious
Prófið greinir svokallaða skiptihreyfingagetuskerðingu (e. dysdiadochokinesia) sem er skerðing hæfni til þess að framkvæma hraðar hreyfingar til skiptis, svo sem ranghverfingu og rétthverfingu.
Það að geta ekki framkvæmt ofangreint próf gæti bent til vandamála í litla heila sem gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga.
Sérfræðingar hvetja fólk til að leita læknis ef þau finna fyrir breytingum á hreyfistjórn, eins og áðurnefnt próf mælir, talfærni eða meðvitund. Snemmtæk greining getur skipt sköpum fyrir horfur sjúklinga með heilaæxli.