Í apríl fékk ríkið 17,4 milljarða dollara í tolla en í mars var upphæðin 9,6 milljarðar dollara.
Yahoo Finance skýrir frá þessu og segir að Trump hafi einmitt bent á þetta í færslu á samfélagsmiðlum á föstudaginn og sagt að „milljarðar dollara streymi inn vegna tolla“.
Frá áramótum hefur ríkissjóður fengið 70 milljarða dollara í tekjur af tollum. En spurningin er hvert framhaldið verður á þessum tekjum því nú eru farin að sjást merki um að innflutningur sé farinn að dragast mikið saman og segja hafnaryfirvöld í Los Angeles til dæmis að reiknað sé með þriðjungi minni innflutningi í maí en áður var reiknað var með.
Trump er bjartsýnn varðandi tollana og hefur rætt um að afnema tekjuskatt og mæta tapinu af því með tollum.