fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 07:30

Valetta á Möltu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með tímamótadómi Evrópudómstólsins hefur hann slegið því föstu að sala maltneskra yfirvalda á „gullvegabréfum“ sé brot á lögum Evrópusambandsins. Margir rússneskir auðmenn, sem ESB hefur beitt refsiaðgerðum, og dæmdir glæpamenn hafa greiðan aðgang að ESB með þessum vegabréfum.

Rússnesku auðmennirnir og dæmdir glæpamenn geta farið ferða sinna innan ESB, þökk sé „gullvegabréfum“ frá Möltu en þarlend yfirvöld hafa mokað milljörðum inn á síðustu árum með því að selja þessi vegabréf.

En nú hefur Evrópudómstóllinn stöðvað þetta og þar með verða maltnesk yfirvöld að hætta sölu á ríkisborgararétti til útlendinga. Þeir sem hafa keypt sér ríkisborgararétt hafa þar með tryggt sér ævilangt dvalarleyfi á Möltu eða í öðrum ESB-ríkjum.

Með maltnesku vegabréfi fylgir ríkisborgararéttur í ESB með öllum þeim réttindum og kostum sem fylgir. Rússar og fólk frá öðrum ríkum, sem hefur keypt sér maltneskt vegabréf, getur því búið og starfað hvar sem er í ESB og hefur kosningarétt.

Það var ekki á allra færi að kaupa sér maltneskt vegabréf því kaupandinn þurfti að sýna fram á fjárfestingu upp á að minnsta kosti 600.000 evrur á Möltu, til dæmis í fasteignum.

Maltneska ríkisstjórnin hefur nú þegar tilkynnt að hún muni hlýta dómsniðurstöðunni og hætta sölu á ríkisborgararétti. En seld vegabréf verða ekki innkölluð og því munu rússnesku auðmennirnir og aðrir, sem keyptu vegabréf, geta farið frjálsir ferða sinna um ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Í gær

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Í gær

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Í gær

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig