Rússnesku auðmennirnir og dæmdir glæpamenn geta farið ferða sinna innan ESB, þökk sé „gullvegabréfum“ frá Möltu en þarlend yfirvöld hafa mokað milljörðum inn á síðustu árum með því að selja þessi vegabréf.
En nú hefur Evrópudómstóllinn stöðvað þetta og þar með verða maltnesk yfirvöld að hætta sölu á ríkisborgararétti til útlendinga. Þeir sem hafa keypt sér ríkisborgararétt hafa þar með tryggt sér ævilangt dvalarleyfi á Möltu eða í öðrum ESB-ríkjum.
Með maltnesku vegabréfi fylgir ríkisborgararéttur í ESB með öllum þeim réttindum og kostum sem fylgir. Rússar og fólk frá öðrum ríkum, sem hefur keypt sér maltneskt vegabréf, getur því búið og starfað hvar sem er í ESB og hefur kosningarétt.
Það var ekki á allra færi að kaupa sér maltneskt vegabréf því kaupandinn þurfti að sýna fram á fjárfestingu upp á að minnsta kosti 600.000 evrur á Möltu, til dæmis í fasteignum.
Maltneska ríkisstjórnin hefur nú þegar tilkynnt að hún muni hlýta dómsniðurstöðunni og hætta sölu á ríkisborgararétti. En seld vegabréf verða ekki innkölluð og því munu rússnesku auðmennirnir og aðrir, sem keyptu vegabréf, geta farið frjálsir ferða sinna um ESB.