fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Pressan
Sunnudaginn 13. apríl 2025 18:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir sérfræðingar segja að með því að gera einn einfaldan hlut geti fólk lengt líf sitt. Það sem gerir þetta sérstaklega gott viðureignar er að það þarf ekki að prófa einhverja klikkaða megrunarkúra eða öfgafull líkamsræktarprógrömm.

CNN segir að margir sérfræðingar bendi á að vökvaneysla sé oft eitthvað sem fólki yfirsést þegar það reynir að lifa hollara lífi.

Vatn hefur marga góða kosti og er sem betur mjög aðgengilegt hér á landi. Vatnsdrykkja getur átt hlut að máli við að lækka blóðþrýstinginn, vinna gegn sykursýki, hjálpa meltingarfærunum og þörmunum og nýrunum. Það gerir húðinni einnig gott og fækkar mígreniköstum.

Sérfræðingar segja að eitt besta ráðið þegar kemur að því að tileinka sér nýjar venjur sé að tengja þær við aðrar. Þannig getur þú til dæmis byrjað að drekka eitt glas af vatni á meðan þú bíður eftir að kaffivélin ljúki við að hella upp á morgunkaffið. Þú getur líka skellt einu vatnsglasi í þig á meðan þú ert að elda hádegismatinn.

CNN hefur eftir Natalia Dmitrieve að margir veiti því ekki athygli að þeir þjáist af vökvaskorti. Ein af ástæðunum fyrir honum sé að fólk hugsi ekki út í hversu mikið vatn það hafi þörf fyrir og viti ekki af ráðleggingum varðandi hæfilega vatnsdrykkju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni