fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Svikakrappar nýta sér fjöldamorðið í Örebro

Pressan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 16:30

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er myrti Richard Anderson 10 einstaklinga í skotárás í Campus Risbergska skólanum í Örebro í Svíþjóð fyrr í mánuðinum. Svikahrappar hafa ekki látið það tækifæri framhjá sér fara að nýta árásina í annarlegum tilgangi og hefur tekist að hafa töluverðar upphæðir út úr grunlausum einstaklingum undir því yfirskini að verið sé að safna fé fyrir fjölskyldur hinna látnu og þau sem særðust en komust lífs af.

Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá málinu.

SVT rannsakaði vefsíðu þar sem fé er safnað, að sögn í þessum tilgangi. Samkvæmt síðunni hafði tekist að safna 800.000 sænskum krónum (10,4 milljónir íslenskra króna) en markmiðið væri að safna 3 milljónum sænskra króna (39,1 milljón íslenskra króna).

Á síðunni kemur skýrt fram að söfnuninni sé ætlað að hjálpa þeim sem ættu um sárt að binda að halda áfram af lífið en einnig sé ætlunin að bæta öryggisráðstafanir og reisa minnismerki.

Vefsíðunni var komið á fót sama dag og árásin var gerð, 4. febrúar síðastliðinn.

Rannsókn SVT hefur hins vegar leitt í ljós að vefsíðan hefur verið sett upp í sviksamlegum tilgangi. Á henni stendur að söfnunarféð verði nýtt meðal annars til að greiða fyrir lækniskostnað þeirra sem særðust í árásinni en í Svíþjóð þurfa brotaþolar ekki að borga neinn kostnað við nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Á þremur dögum breyttist heildarupphæðin sem safnast hafði, samkvæmt síðunni, ekki neitt. Myndir á síðunni sem eiga að sýna fyrri störf þeirra góðgerðarstofnunnar sem sögð er standa fyrir söfnuninni eru greinilega búnar til með gervigreind.

Fölsk stofnun

Á síðunni kemur fram að það sé góðgerðarstofnunin Urgent Appeal sem standi fyrir söfnuninni og sé hún skráð í Englandi. Þessi stofnun er hins vegar ekki á hinni opinberu skrá yfir góðgerðarfélög í Englandi og Wales.

Urgent Appeal var stofnað fyrir ári síðan af fertugum karlmanni og hin meinta stofnun samanstendur eingöngu af þessum eina manni. Höfuðstöðvar hennar eru í skrifstofuhúsnæði í Bradford í Englandi en maðurinn hefur ekki sést þar í nokkra daga. Hann svarar heldur ekki símtölum og tölvupóstum SVT.

Í gær var síðan vefsíðunni beint inn á síðu á söfnunarvefnum GO Fund Me og segir í frétt SVT að sú síða hafi ekkert að gera með upprunalegu síðuna. Vefsíðu Urgent Appeal hafi sömuleiðis verið lokað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“