fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Óhugnanleg kynlífskúgun – Gerandinn dæmdur í 17 ára fangelsi

Pressan
Mánudaginn 2. september 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskur karlmaður var nýlega dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir það sem má kalla kynlífskúgun. Hann hafði árum saman þvingað ungar stúlkur til að senda sér myndbönd, þar sem stúlkurnar sáust framkvæma kynferðislegar athafnir.

Ekstra Bladet segir að maðurinn, sem heitir Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed, hafi þóst vera 15 ára YouTube-stjarna og hafi þannig náð sambandi við stúlkurnar. Hann fékk þær til að deila kynlífsdraumum sínum og löngunum með sér.

Hann fékk að minnsta kosti 286 ungar stúlkur frá 20 löndum til að senda sér kynferðislegt myndefni. Hann hótaði stúlkunum að skýra frá kynlífsdraumum þeirra ef þær gerðu ekki eins og hann sagði og þannig fékk hann þær til að taka upp myndbönd þar sem þær gerðu eitt og annað kynferðislegt og oft niðurlægjandi.

Hann var meðlimur í Incel-hópi og streymdi niðurlægjandi myndefni til annara meðlima hópsins. Incel er orð sem er notað yfir karlmenn sem eru einhleypir þvert gegn vilja sínum. Þeir líta oft mjög niður á konur og hafa í hótunum við þær.

BBC segir að Rasheed hafi játað 119 ákæruatriði og hafi því verið dæmdur í 17 ára fangelsi.

Áströlsk yfirvöld segja að um eitt versta kynlífskúgunarmál sögunnar sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn