fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Óhugnanleg kynlífskúgun – Gerandinn dæmdur í 17 ára fangelsi

Pressan
Mánudaginn 2. september 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskur karlmaður var nýlega dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir það sem má kalla kynlífskúgun. Hann hafði árum saman þvingað ungar stúlkur til að senda sér myndbönd, þar sem stúlkurnar sáust framkvæma kynferðislegar athafnir.

Ekstra Bladet segir að maðurinn, sem heitir Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed, hafi þóst vera 15 ára YouTube-stjarna og hafi þannig náð sambandi við stúlkurnar. Hann fékk þær til að deila kynlífsdraumum sínum og löngunum með sér.

Hann fékk að minnsta kosti 286 ungar stúlkur frá 20 löndum til að senda sér kynferðislegt myndefni. Hann hótaði stúlkunum að skýra frá kynlífsdraumum þeirra ef þær gerðu ekki eins og hann sagði og þannig fékk hann þær til að taka upp myndbönd þar sem þær gerðu eitt og annað kynferðislegt og oft niðurlægjandi.

Hann var meðlimur í Incel-hópi og streymdi niðurlægjandi myndefni til annara meðlima hópsins. Incel er orð sem er notað yfir karlmenn sem eru einhleypir þvert gegn vilja sínum. Þeir líta oft mjög niður á konur og hafa í hótunum við þær.

BBC segir að Rasheed hafi játað 119 ákæruatriði og hafi því verið dæmdur í 17 ára fangelsi.

Áströlsk yfirvöld segja að um eitt versta kynlífskúgunarmál sögunnar sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran