fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hræðilegt mál skekur Svíþjóð – „Algjör klikkun“

Pressan
Miðvikudaginn 18. september 2024 03:25

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í byrjun ágúst hefur sænskur karlmaður setið í gæsluvarðhaldi, grunaður um hræðileg afbrot. Nú nýlega tók málið síðan nýja stefnu og það til hins verra.

Maðurinn, sem er starfsmaður í heimahlynningu, var handtekinn grunaður um tvær nauðganir og eitt alvarlegt kynferðisbrot til viðbótar. Fórnarlömbin eru skjólstæðingar heimahlynningarinnar. Uppsala Nya Tidning skýrir frá þessu.

Fram kemur að talið sé að öll brotin hafi átt sér stað sömu nóttina. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í byrjun ágúst.

Eftir að maðurinn hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald skoðaði lögreglan innihald farsíma hans og tók málið þá nýja stefnu, til hins verra. Innihald símans bendir nefnilega til að hann hafi gerst sekur um að minnsta kosti tvö önnur kynferðisbrot til viðbótar.

Anna Wärwik, saksóknari, sagði í samtali við Uppsala Nya Tidning að henni sé brugðið vegna málsins: „Þetta er auðvitað algjör klikkun. Við erum nú að kortleggja kvöldið og hvernig atburðarásin þróaðist. Rannsóknin hefur dregið upp nokkuð skýra mynda af hverja hann heimsótti og hvað hann gerði þessa nótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“