fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Skelfileg sjón blasti við á útfararstofunni – Hjónin í slæmum málum

Pressan
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 09:30

Jon og Carie Hallford eru ekki í góðum málum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum hafa verið sektaðir um 956 milljónir dollara, rúmlega 130 milljarða króna, í óvenjulegu máli sem komst í kastljós fjölmiðla í fyrra.

Málið varðar slæma meðferð á líkum eftir að fjöldi líka fannst rotnandi við stofuhita á útfararstofunni. Eigendur útfararstofunnar, hjónin Jon og Carie Hallford, voru sökuð um slæma meðferð á 190 líkum og í einhverjum tilfellum látið aðstandendur fá ösku sem var af einhverju allt öðru en ástvinum þeirra.

Það voru aðstandendur sem höfðuðu mál gegn hjónunum og hefur dómstóll nú komist að þeirri niðurstöðu að hjónunum beri að greiða fyrrgreinda upphæð – sem gæti vel farið yfir milljarð dollara þegar vextir hafa reiknast ofan á.

Litlar sem engar líkur eru á því að hjónin geti reitt fram þessa upphæð, en lögmaðurinn sem fór alla leið með málið, Andrew Swan, segir við bandaríska fjölmiðla að dómurinn sé táknrænn og sendi skýr skilaboð um að hegðun sem þessi verður ekki liðin.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, segir að útfararstofan hefði haft nægar tekjur til að standa rétt að málum en þeir peningar sem komu inn í reksturinn hafi farið í persónuleg útgjöld þeirra hjóna.

Útfararstofan hóf starfsemi árið 2017 og markaðssetti sig þannig að um vistvæna og náttúrulega greftrunarþjónustu væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur