fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Enn meira drama hjá bresku konungsfjölskyldunni – „No way!“

Pressan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 04:05

Karl og synir hans auk Meghan þegar allt lék í lyndi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf eitthvað drama í gangi hjá bresku konungsfjölskyldunni. Fyrr á árinu kom fram í breskum fjölmiðlum að í kjölfar þess að Karl konungur greindist með krabbamein hafi dregið mjög úr fjölskyldudeilunum.

Harry prins skaust þá yfir hafið til að heimsækja Karl föður sinn og töldu margir að sættir myndu nást á milli feðganna og jafnvel á milli Harry og Vilhjálms bróður hans.

En People segir að svo hafi ekki farið, að minnsta kosti ekki hvað varðar samband Harry og Karls. Er það sagt vera svo slæmt að þeir talist ekki við. Þess utan er Karl sagður hættur að svara símhringingum og bréfum frá Harry.

Það ýtir undir sannleiksgildi þessarar sögu að Harry og fjölskyldu hans var ekki boðið í sumarhátíð konungsfjölskyldunnar í Balmoral kastalanum í Skotlandi. Það er löng hefð fyrir því að fjölskyldan hittist á þessari sumarhátíð og hefur Karl konungur haldið henni við eftir lát móður sinnar, Elísabetar II.

Rebecca English, sem fjallar um málefni konungsfjölskyldunnar hjá breska götublaðinu Daily Mail, segir að Karl konungur hafi algjörlega hafnað því að bjóða Harry og Meghan til sumarhátíðarinnar og er hann sagður hafa sagt „no way!“ þegar hann var spurður hvort hann hefði íhugað að rétta þeim sáttarhönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós