fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Hvarf leigubílstjóra vekur óhug – Hafði fengið sex tíma túr

Pressan
Föstudaginn 2. ágúst 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur leigubílstjóri er horfin eftir að hafa tekið að sér að aka farþega um 650 km leið frá Atlanta í Georgia-ríki til Jacksonville í Florida.

Maðurinn heitir Leonard John Beiner og er 57 ára gamall. Sonur hans hefur ekki náð sambandi við hann í tvær vikur og undanfarna viku hefur sími Leonards verið utan þjónustusvæðis. Hann hefur ennfremur verið óvirkur á samfélagsmiðlum.

Leonard hefur átt erfiða æfi og er ekki með fast heimili. Engu að síður þykir hvarf hans undarlegt og vekur óhug. Sonur hans, Jhaydon Ragsdale, trúir því þó ekki að einhver hafi unnið honum mein: „Hann á enga peninga. Hvers vegna ætti einhver að vilja drepa hann?“

Leonard hefur ekið fyrir leigubílastöðina Lyft. Þar á bæ segjast menn ekki sjá nein merki um að farþegi hafi stigið út úr bíl Leonards utan ríkisins. Leigubílastöðin segist vinna með lögreglu að rannsókn málsins og segja þeir að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Leonards.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“