fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Pressan

Færð þú oft marbletti? Þessum þarftu að fylgjast vel með

Pressan
Laugardaginn 6. júlí 2024 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú ein(n) af þeim sem færð oft marbletti? Þá er gott að vita að stærð þeirra og staðsetning á líkamanum getur sagt til um hvort þeir eru merki um sjúkdóm. Marblettir myndast þegar gat kemur á bláæðar og háræðar undir húðinni. Marblettir geta myndast snöggt við högg á húðina en hverfa að jafnaði fljótt.

En marblettir geta einnig verið merki um alvarlega sjúkdóma. Í umfjöllun Norska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Sheila Ann Mills Fevang, húðlækni, að það sé rétt að kanna betur með marbletti sem myndast skyndilega og fólk veit ekki af hverju.

Hún segir að um helmingur fólks sé að jafnaði með marbletti og að jafnaði séu þeir ekki hættulegir. Þeir sem eru með mikinn fituvef eða ljósa húð eru í sérstakri hættu á að fá marbletti að hennar sögn. Börn fá frekar marbletti enda eru þau meira á hreyfingu og við leik en fullorðnir. Eldra fólk, sem á erfitt með gang, fær einnig oftar marbletti en aðrir. Konur fá frekar marbletti en karlar.

Það er ekki útilokað að marblettir geti verið merki um alvarlega sjúkdóma á borð við hvítblæði eða blóð- og bandvefssjúkdóma. Staðsetning þeirra á líkamanum getur verið vísbending um að alvarlega sjúkdóma. Fevang segir að það geti verið skynsamlegt að láta lækni skoða marbletti sem koma á staði þar sem litlar líkur eru á að fólk meiði sig, til dæmis á maga og baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“