fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Pressan

Hver er Keir Starmer, nýr forsætisráðherra Bretlands?

Pressan
Föstudaginn 5. júlí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum á Bretlandi í gær en sem stendur virðist flokkurinn hafa tryggt sér 412 þingsæti og er þar með hreinan meirihluta og gott betur. Íhaldsflokkurinn beið afhroð og fór úr 248 þingsætum yfir í um 121. Verkamannaflokkurinn hefur verið í minnihluta í 14 ár en nú hefur formaður flokksins, Keir Starmer, tekið við sem forsætisráðherra.

Sir Keir Starmer er 61 árs og tók við sem formaður Verkamannaflokksins árið 2020, í kjölfar versta ósigur flokksins áratugum saman. Starmer greindi frá því þegar hann tók við flokknum að hann ætlaði að leiða flokkinn aftur á toppinn. Nú fjórum árum síðar hefur hann náð þessu markmiði.

Starmer er ekki óumdeildur en frá því að hann steig fram á sjónarsviðið hefur hann verið gagnrýndur fyrir að skorta alla persónutöfra. Hann er þó metnaðarfullur og mjög nákvæmur í störfum sínum og elja hans hefur svo sannarlega skilað sér.

En hver er Keir Starmer?

Starmer er menntaður lögmaður og var sleginn til riddara af bresku krúnunni fyrir störf sín á sviði sakamálaréttarfars. Þó hann þyki ekki hafa mikla útgeislun eða persónutöfra þá er hann skipulagður, hreinn og beinn sem hefur heillað Breta upp úr skónum þegar ráðandi öfl, Íhaldsflokkurinn, hafa einkennst undanfarin ár af gífurlegri óreiðu.

Starmer ólst upp í smábæ í Surrey, skammt frá London. Móðir hans starfaði fyrir bresku heilbrigðisþjónustuna og faðir hans var verkamaður. Móðir hans glímdi allt sitt lífi við gigtarsjúkdóminn Stills og lést árið 2015, aðeins fáeinum vikum eftir að Starmer náði fyrst kjöri til þings. Faðir hans lést þremur árum síðar. Starmer hefur greind frá því að hann og faðir hans hafi átt í deilum undir lokinn. Hans eina eftirsjá í lífinu er að hafa ekki náð að sættast við föður sinn fyrr en það var um seinan, að hann hafi ekki náð að fullvissa föður sinn undir það síðasta að hann vissulega elskaði hann og virti.

Starmer var sá fyrsti í fjölskyldu sinni til að fara í háskólanám. Að námi loknu tók hann þátt í að reka tímarit vinstrimanna sem kallaðist Socialist Alternatives. Eftir það fór hann í laganám og var fljótur að klífa metorðastigann. Árið 2008 var hann orðinn yfirmaður hjá saksóknaraembætti bresku krúnunnar. Hann var sleginn til riddara fyrir störf sín árið 2014, rétt áður en hann sneri sér að stjórnmálum.

Þrátt fyrir að hafa langa reynslu af því að reka alvarleg sakamál fyrir dómstólum hefur Starmer ekki tekist að hrista af sér þá ímynd að hann sé drepleiðinlegur pólitíkus. Hann virðist þó ekkert kippa sér upp við þann stimpil og hefur sjálfur gert grín að því.

„Þegar uppi er staðið, ef þetta er það eina sem er hægt að klaga upp á mig, þá tel ég mig nokkuð vel staddan,“ sagði hann í viðtali í janúar. „Ef þeir kalla þig óspennandi þá ertu að gera eitthvað rétt.“

Þjóðin flokki fremri

Sem formaður Verkamannaflokksins lagði Starmer áherslu á að bæta ímynd flokksins. Þetta gerði hann til dæmis með því að losa sig við fólk sem þótti vera of langt til vinstri eða hneigjast til sósíalisma. „Stundum þarf maður að vera vægðarlaus til að vera góður leiðtogi,“ sagði Starmer í viðtali við Esquire eftir hreinsanir í flokknum. Slagorð Starmer er „Þjóðin flokki fremri“ eða country before party.

Hvað varðar pólitískar áherslur þá hefur Starmer fært flokk sinn nær miðjunni sem var ekki óumdeild ákvörðun. Margir innan flokksins lýstu yfir sárum vonbrigðum með þessa breytingu. Starmer sneri frá mörgum fyrri áherslumálum flokksins eins og að hækka skatta, að gera háskóla gjaldfrjálsa og draga úr einkarekstri í opinberri þjónustu.

Starmer segist þó vera með langtímaáætlun fyrir Bretland. Til að hún megi eftir ganga þurfi að byrja á litlum skrefum. Hann ætlar til dæmis að taka harðar á skattaundanskoti, stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu, fjölga kennurum og efla lögreglu. Hann vill líka ná betri samningum við Evrópusambandið til að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem útganga Bretlands úr sambandinu hefur haft fyrir efnahaginn í landinu.

Hann státaði sig af því að hafa kosningaloforðin hógvær. Heldur mætti líta á þau sem „útborgun“ Verkamannaflokksins í það virði sem Starmer segir að flokkurinn geti fært Bretlandi, fái hann nógu mikinn tíma við völd.

„Ég ætla ekki að gefa nein loforð fyrir kjördag sem ég er ekki öruggur með að geta staðið við.“

Um Starmer hefur verið sagt að hann sé tilbúinn að gera það sem þurfi til að koma flokki sínum í ríkisstjórn.

CBS News tók saman. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 1 viku

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu