fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Stúlku nauðgað og hún myrt um borð í sökkvandi bát – Móðir hennar horfði upp á ódæðið

Pressan
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 04:26

Flóttafólk. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára stúlku var nauðgað og síðan var hún kyrkt um borð í sökkvandi báti í Miðjarðarhafi. Stúlkan var frá Írak og var á flótta ásamt móður sinni og var förinni heitið til Evrópu.

Mirror segir að samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla þá hafi 27 ára íraskur flóttamaður nauðgað stúlkunni og kyrkt. Móðir stúlkunnar varð vitni að þessu að sögn AGI fréttastofunnar sem segir að skömmu áður en maðurinn framdi þennan hrottalega glæp, hafi hann horft á eiginkonu sína og dóttur drukkna.

Maðurinn komst lífs af þegar báturinn sökk og var handtekinn þegar hann kom í land. Móðir stúlkunnar komst einnig lífs af og lét lögregluna vita af ódæðinu um leið og hún kom í land.

70 manns voru um borð í bátnum, þar af um 20 börn. Aðeins 12 farþegum var bjargað, einn þeirra lést eftir að hafa verið fluttur í land. Búið er að finna um 30 lík.

Lögreglan segir að báturinn hafi verið á reki undan strönd Ítalíu þegar maðurinn „beindi reiði sinni að 16 ára íraskri stúlku, dóttur konu sem komst lífs af, og hafi það leitt til dauða hennar“.

Flóttafólkið sagði lögreglunni að það hafi ekki verið í björgunarvestum og að margir bátar hafi siglt fram hjá þeim án þess að koma þeim til aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá