fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Stúlku nauðgað og hún myrt um borð í sökkvandi bát – Móðir hennar horfði upp á ódæðið

Pressan
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 04:26

Flóttafólk. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára stúlku var nauðgað og síðan var hún kyrkt um borð í sökkvandi báti í Miðjarðarhafi. Stúlkan var frá Írak og var á flótta ásamt móður sinni og var förinni heitið til Evrópu.

Mirror segir að samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla þá hafi 27 ára íraskur flóttamaður nauðgað stúlkunni og kyrkt. Móðir stúlkunnar varð vitni að þessu að sögn AGI fréttastofunnar sem segir að skömmu áður en maðurinn framdi þennan hrottalega glæp, hafi hann horft á eiginkonu sína og dóttur drukkna.

Maðurinn komst lífs af þegar báturinn sökk og var handtekinn þegar hann kom í land. Móðir stúlkunnar komst einnig lífs af og lét lögregluna vita af ódæðinu um leið og hún kom í land.

70 manns voru um borð í bátnum, þar af um 20 börn. Aðeins 12 farþegum var bjargað, einn þeirra lést eftir að hafa verið fluttur í land. Búið er að finna um 30 lík.

Lögreglan segir að báturinn hafi verið á reki undan strönd Ítalíu þegar maðurinn „beindi reiði sinni að 16 ára íraskri stúlku, dóttur konu sem komst lífs af, og hafi það leitt til dauða hennar“.

Flóttafólkið sagði lögreglunni að það hafi ekki verið í björgunarvestum og að margir bátar hafi siglt fram hjá þeim án þess að koma þeim til aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“