fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Rannsaka frásagnir 15 vændiskvenna sem segjast hafa reynslu af Rex Heuermann

Pressan
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Suffolk í New York hefur nú til rannsóknar frásagnir 15 vændiskvenna sem gætu hafa átt í samskiptum við meinta raðmorðingjann, Rex Heuermann.

Fógetinn í Suffolk, Errol Toulon Jr. segir að þetta sé afrakstur umfangsmikillar rannsóknar þar sem skýrslur voru teknar af tæplega 300 vændiskonum.

Rex Heuermann starfaði sem arkitekt í New York þegar hann var handtekinn um hábjartan dag í júlí á síðasta ári. Síðan þá hefur hann verið ákærður fyrir morð sex kvenna sem allar höfðu starfað við vændi.

Þessar 15 frásagnir sem eru nú til nánari skoðunar þykja allar trúverðugar, en lögregla er ekki tilbúin að fara nánar í saumana á þessum frásögnum á þessum tíma.

Mál ákæruvaldsins gegn Heuermann verður næst tekið fyrir í dómsal þann 30. júlí. Um undirbúningsþinghald er að ræða þar sem ákæruvaldið og/eða verjendur leggja fram gögn og óska eftir þeim verði heimilað að kynna þau við aðalmeðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“