fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
Pressan

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Pressan
Laugardaginn 13. júlí 2024 07:30

Mynd sem Juno tók af yfirborði Io. Mynd:NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar innrauðar myndir frá geimfarinu Juno, sem er á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, sýna að yfirborð Io, sem er eitt tungla Júpíters, er þakið hrauntjörnum.

Upphaflega átti Juno aðeins að rannsaka Júpíter en síðan var ákveðið að framlengja verkefni geimfarsins og láta það rannsaka tungl Júpíters. Óhætt er að segja að geimfarið hafi gert áhugaverðar uppgötvanir í þessu nýja verkefni sínu. Sú nýjasta er að yfirborð Io er þakið hrauntjörnum.

Notast var við Jovian Infrared Auroral Mapper (JIRAM) myndavélina, sem er á vegum ítölsku geimferðastofnunarinnar, sem var upphafalega notuð til að horfa í gegnum skýin á Júpíter. JIRAM hefur tekið innrauðar myndir af hrauntjörnunum á yfirborði Io og sjást heitar hrauntjarnir umlykja kaldari svæði.

Hitinn í hrauntjörnunum er á bilinu 232 til 732 gráður en nánasta umhverfi er öllu kaldara eða 45 gráður í mínus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Glæpagengi breyta ódýrum drónum í drápsvélar

Glæpagengi breyta ódýrum drónum í drápsvélar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mannlaus minnisvarði um fasteignabólu sem sprakk

Mannlaus minnisvarði um fasteignabólu sem sprakk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk áfall þegar hann sá fréttirnar: „Hann lét mér líða eins vel og mögulegt var“

Fékk áfall þegar hann sá fréttirnar: „Hann lét mér líða eins vel og mögulegt var“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana

Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg saga alræmda bankaræningjans sem faldi sig fyrir allra augum í 20 ár – Strauk úr fangelsi, gekkst undir hnífinn og sneri sér að tónlist

Ótrúleg saga alræmda bankaræningjans sem faldi sig fyrir allra augum í 20 ár – Strauk úr fangelsi, gekkst undir hnífinn og sneri sér að tónlist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpakvendi afhjúpað? – Grunuð um að eitra fyrir þremur börnum sínum á þakkargjörðardeginum

Glæpakvendi afhjúpað? – Grunuð um að eitra fyrir þremur börnum sínum á þakkargjörðardeginum