fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar

Pressan
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 13:30

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmenn verða bara ríkari og ríkari með hverjum deginum. Það er að segja að hinn voldugi olíusjóður þeirra tútnar út og hefur nú náð nýjum hæðum.

Eigur hans nema nú 18.000 milljörðum norskra króna en það svarar til um 234.000 milljarða íslenskra króna.  Hefur verðmæti hans aldrei verið meira.

E24 skýrir frá þessu auk annarra norskra fjölmiðla.

Það er aðallega hærra hlutabréfaverð sem hefur knúið vöxt sjóðsins að undanförnu. Í janúar var verðmæti hans 16.000 milljarðar norskra króna, svo vöxturinn verður að teljast ágætur á hálfu ári.

Sjóðurinn er stærsti einstaki eigandi hlutabréfa, sem eru skráð á hlutabréfamörkuðum, í heiminum. Hann var stofnaður á tíunda áratugnum til að annast fjárfestingar á tekjum Norðmanna af gas- og olíuvinnslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum