fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Pressan

WHO varar við – Verður 7.400 manns að bana á hverjum degi

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 04:04

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO kemur fram að hægt sé að koma í veg fyrir 2,7 milljónir dauðsfalla í Evrópu á ári hverju ef ekki væri fyrir „voldug framleiðslufyrirtæki“ sem framleiða samviskulaust vörur sem ógna lýðheilsu.

The Independent skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem WHO segi, þá séu það tóbak, áfengi, jarðefnaeldsneyti og svokallaðar ofurunnar kjötvörur sem eiga sök á fjölda andláta sem annars væri hægt að koma í veg fyrir. Stofnunin telur að á hverjum degi látist um 7.400 Evrópubúar af völdum þessara framleiðsluvara.

WHO telur að fyrirtækin, sem bera ábyrgð á þessu, trufli viðleitni yfirvalda í mörgum löndum við að draga úr fjölda krabbameinstilfella, hjartasjúkdóma og sykursýki. Vill stofnunin harðari löggjöf sem geti orðið til að koma böndum á starfsemi fyrirtækjanna og styrki um leið aðgerðir yfirvalda gegn lífsstílssjúkdómum. Segir WHO að margar af aðgerðum yfirvalda „lendi í vanda, seinki, verði mildari eða séu stöðvaðar“ af framleiðslufyrirtækjunum.

Tóbak er stærsti sökudólgurinn að því er segir í skýrslunni en það verður 1,15 milljónum manna að bana árlega en áfengi  verður tæplega 427.000 manns að bana. Ofurunnar kjötvörur eiga sök á dauða um 117.000 manns og saltríkur matur verður rúmlega 252.000 manns að bana.

Þessu til viðbótar eru dauðsföll af völdum offitu, hás blóðþrýstings, hás blóðsykursmagns og mikillar blóðfitu en allt tengist þetta óhollum mat.

WHO segir að framleiðslufyrirtækin hugsi eingöngu um gróða og taki ekkert tillit til heilsufarslegra þátta. Af þessum sökum er þörf á bættri löggjöf að mati stofnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“