fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Pressan

Mynd ástkærrar persónu Simpsons finnst í 3500 ára gröf

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur sjónvarpsþáttanna um Simpsons fjölskylduna hafa ítrekað bent á að þættirnir hafi spáð fyrir um ýmsa atburði síðustu ára. Nú er hins vegar ljós að Egyptar til forna spáðu fyrir um Simpson fjölskylduna.

Mynd af ástkærri persónu fundust nýverið innan í 3.500 ára gamalli egypskri múmíukistu.  Fornleifafræðingar komust að því að innra lokið var með teikningu af gullitaðri konu í langri, grænni flík með blátt hár í laginu eins og rétthyrningur, og svipar útliti hennar til útlits Marge Simpson.

Myndinni var deilt á Reddit þar sem hún vakti mikla eftirtekt meðal notenda.

Þó að myndmálið líkist mjög Marge telja sérfræðingar þó að myndin sýni konuna sem var grafin í kistunni. Í egypsku kistunni voru múmgerðar leifar Tadi Ist, dóttur æðsta prestsins í El-Ashmunein, bæ sem er staðsettur á vesturbakka Nílar og 44 km suður af þeim stað sem hún var grafin í Minya.

Kistan var grafin upp snemma árs 2023 og má sjá að teikningin af Ist er umkringd 12 myndum æðstuprestanna sem tákn fyrir 12 tíma dagsins. Múmían fannst í frábæru ástandi, klædd grímu og perlukjól. 

Miðteikningin er sú sem vakið hefur mesta athygli. En um hinar segir Mostafa Waziry, framkvæmdastjóri fornminjaráðsins: „Þetta er sjaldgæf og mikilvæg mynd. Sérhver mynd hefur sína lögun.“ 

Í mörg ár hefur verið bent á að Simpson þættirnir spái fyrir um framtíðarviðburði. Þáttur frá 1992 er sagður spá fyrir um sigur Washington á Buffalo Bills í Super Bowl VXVI og þáttur frá 2000 sýndi Donald Trump sem forseta. Árið 1990 spáði þáttur fyrir um ritskoðun á meistaraverki Michelangelo, David, sem raungerðist í fyrra þegar skólastjóri í Flórída neyddist til að segja af sér vegna kvartana vegna kennslustundar þar sem hún sýndi styttuna.

Einn notandi Reddit sagði myndina í múmíukistu staðfesta eina skráða skiptið í sögunni sem Simpsons greindu ekki fyrst frá. (e. The coffin’s drawing is the only documented time in history where The Simpsons didn’t do it first.) 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“