fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Graceland bjargað frá uppboði – Setur rokkkonungsins verður áfram í fjölskyldunni

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppboð á Graceland, heimsþekktu setri rokkkonungsins Elvis Presley, var stöðvað eftir að barnabarn hans, leik- og söngkonan Riley Keough kærði lánafyrirtækið Naussany Investments and Private Lending vegna tilraunar þess til að selja hið fræga Graceland í Memphis í Tennessee samkvæmt meintu lánsfyrirkomulagi. Fyrirtækið hefur dregið kröfur sínar tilbaka.

Uppboðið átti að fara fram í gær, fimmtudag. JoeDae Jenk­ins, dóm­ari í Shel­by-sýslu, setti tíma­bundið lög­bann á uppboðið. „Eins og dómstóllinn hefur nú gert ljóst, þá var ekkert réttmæti fyrir kröfunum.“

„Graceland mun halda áfram að starfa eins og það hefur gert undanfarin 42 ár og tryggja að aðdáendur Elvis víðs vegar að úr heiminum geti haldið áfram að öðlast einstaklega upplifun og minningar þegar þeir heimsækja goðsagnakennt heimilis hans,“ segir í yfirlýsingu frá fulltrúa Graceland.

Lánafyrirtækið hélt því fram í september 2023 að fyrri eigandi dánarbúsins, Lisa Marie Presley, dóttir Presley,  hafi ekki endurgreitt 3,8 milljóndala lán sem tekið var árið 2018. Lisa Marie lést í janúar 2023 og í kjölfarið varð Keough, elsta dóttir Lisu Marie, eini eigandi  Graceland. 

Mæðgurnar Lisa Marie og Riley

Samkvæmt dómsskjölum sem fyrirtækið lagði fram notaði Lisa Marie eignarhlut sinn í Elvis Presley Enterprises og Graceland sem tryggingu.  Á mánudaginn fékk Keough tímabundið nálgunarbann sem setti tímabundið hlé á uppboðið eftir að hafa haldið því fram að móðir hennar hafi aldrei unnið með Naussany Investments og Private Lending.

„Lisa Marie Presley fékk aldrei peninga að láni frá Naussany Investments og gaf Naussany Investments aldrei tryggingabréf. Þessi skjöl eru fölsuð,“ sagði í málsókn Keough. Fyrirtækið hafi aldrei skráð meint tryggingabréf hjá hinu opinbera. Lögbókandinn hefði aldrei hitt Lisu Marie Presley né þinglýst neinum skjölum fyrir hana.

Samkvæmt Associated Press ætluðu Naussany Investments og Private Lending að stöðva uppboðið þar sem „lykilskjal í málinu og lánið voru skráð og geymd í öðru ríki.“  Fyrirtækið er nú til rannsóknar hjá dómsmálaráðherra Tennessee, samkvæmt NBC News.

Rokkgoðsögnin Elvis Presley keypti Graceland árið 1957 þegar hann var 22 ára gamall, og bjó þar allt til dauðadags, árið 1977. Graceland var breytt í safn fimm árum síðar og árlega tekur það á móti yfir hálfri milljón gesta, auk þess sem aðsókn gesta hefur efnahagsleg áhrif fyrir Memphis. 

Elvis fyrir framan Graceland
Hjónin Elvis og Priscilla með einkabarn þeirra, Lisu Marie
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest