fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Pressan

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Pressan
Föstudaginn 17. maí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður flutningabíls lenti í óhugnanlegri reynslu fyrir skemmstu þegar hann ók yfir Clark Memorial-brúna í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum.

Eins og meðfylgjandi myndband sýnir missti ökumaðurinn, kona á besta aldri, stjórn á flutningabifreiðinni þegar bifreið sem kom á móti var ekið utan í hana.

Fór flutningabíllinn á brúarhandriðið sem gaf sig undan þunganum og mátti litlu muna að hún endaði í ánni fyrir neðan. Hékk bifreiðin á bláþræði og liðu um 40 mínútur þar til viðbragðsaðilum tókst að koma konunni út óslasaðri.

Myndband af atvikinu var gert opinbert í gær í tengslum við dómsmál á hendur manni sem talinn er hafa valdið slysinu. Maðurinn, Trevor Branham, er ákærður fyrir ógætilegan akstur en hann fór yfir á öfugan vegarhelming vegna kyrrstæðrar bifreiðar sem var fyrir framan hann.

Hann var ekki með gild ökuréttindi þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur
Pressan
Fyrir 1 viku

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 1 viku

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi