fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Pressan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 08:00

Megrunarlyf gætu stöðvað dauða heilafruma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur vísindamanna við Árósaháskóla vinnur nú að tilraun sem gæti reynst marka tímamót fyrir sjúklinga sem hafa fengið blóðtappa í heila. Það er efnið Semaglutid, sem er meðal annars að finna í Wegovy og Ozempis, sem gegnir aðalhlutverki í þessari rannsókn.

Sjúklingar, sem eru lagði inn með blóðtappa í heila, fá efnið í þeirri von að það minnki þann skaða sem blóðtappinn annars veldur.

TV2 skýrir frá þessu og segir að áður hafi verið vitað að megrunarlyf dragi úr líkunum á blóðtappa og hjartaáfalli en þetta sé í fyrsta sinn sem það er notað gegn blóðtappa.

Claus Ziegler Simonsen, yfirlæknir og prófessor við taugafræðideild háskólasjúkrahússins í Árósum, sagði að fram að þessu hafi blóðtappar aðeins verið meðhöndlaðir með því að reynt hafi verið að leysa þá upp eða fjarlægja með legg.

„Það hefur verið reynt að nota mörg efni til að bjarga heilanum á meðan beðið er eftir að blóðflæðið komist aftur í gang. Við teljum að Semaglutin lofi góðu,“ sagði hann.

Í rannsókninni er sjúklingum, sem eru lagðir inn með bráðan blóðtappa, gefið lyfið. En þeir verða að uppfylla ákveðnar kröfur. Þeir mega ekki vera með sykursýki, þeir mega ekki vera of léttir og þeir verða að hafa verið sjálfbjarga áður en þeir fengu blóðtappann. Ástæðan fyrir síðasta atriðinu er að vísindamennirnir bera virknistig þeirra, sem hafa fengið Semaglutid, saman við virknistig þeirra sem fá hefðbundna meðferð við blóðtappa.

Simonsen sagði að markmiðið með þessu sé að bjarga taugafrumunum í heilanum svo þær drepist ekki vegna blóðskorts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn