fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Pressan
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Dubaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa hvatt ferðamenn til að halda sig fjarri flugvelli borgarinnar vegna gríðarlegrar úrkomu sem gert hefur íbúum og ferðamönnum lífið leitt. Úrkoma sem venjulega fellur á um átján mánuðum féll á nokkum klukkustundum í gær.

Á samfélagsmiðlum hafa birst myndir af bílum, fokdýrum lúxuskerrum meðal annars, á kafi í vatni og eru dæmi um ökumenn sem þurftu að komast í skjól syndandi.

Ástandið er einmitt einna verst í nágrenni flugvallarins þar sem allt er á kafi í vatni og hefur mörgum flugferðum verið aflýst. Þá flæddi vatn inn í mörg hús og þurftu íbúar að leita skjóls annars staðar.

„Við hvetjum þig til að koma EKKI á flugvöllinn nema það sé algjörlega nauðsynlegt. Flugferðum hefur verið seinkað eða aflýst. Athugaðu stöðuna á flugi hjá þínu flugfélagi. Við vinnum hörðum höndum að því að koma starfseminni í samt horf í mjög krefjandi aðstæðum,“ sagði í tilkynningu á heimasíðu alþjóðaflugvallarins í Dúbaí.

Það byrjaði að rigna síðdegis á mánudag og náði úrkoman hámarki í gærmorgun. Á aðeins 24 klukkustundum féllu rúmir 140 millimetrar en ársúrkoma í Dúbaí er að meðaltali 94 millimetrar.

Á vef Daily Mail kemur fram að í morgunsárið hafi vinna hafist við hreinsun og að dæla vatni af götum. Engar fréttir hafa borist af manntjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“