fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Meinti raðmorðinginn gæti sloppið undan réttvísinni ef Ása Guðbjörg átti hlut að máli

Pressan
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn John Ray er í herferð gegn lögreglunni og ákæruvaldinu í Long Island, sem og gegn Ásu Guðbjörgu Ellerup sem er gift meinta raðmorðingjanum Rex Heuermann.

Þrátt fyrir að lögregla hafi frá handtöku Heuermann í sumar ítrekað greint frá því að Ása Guðbjörg sé ekki grunum um neitt misjafnt, hefur Ray kallað eftir því að lögregla taki málið aftur til skoðunar.

Hann berst einnig fyrir því að Heuermann verði ákærður fyrir andlát allra þeirra látnu sem fundust við Gilgo-ströndina á árunum 2010 og 2011, alls 11 einstaklinga, en Heuermann hefur aðeins verið ákærður í fjórum tilvikum.

Fyrir tæpri viku boðaði Ray til blaðamannafundar þar sem hann varpaði fram þeirri kenningu sinni að rannsókn málsins væri ábótavant. Hafði hann aflað sér gagna og vitnisburða sem, ef rétt reynast, hrekja fjarvistarsönnun ´Ásu Ellerup og barna hennar þegar ein konan var myrt. Telur Ray að með sama móti megi draga fjarvistarsannanir hennar þegar hin morðin áttu sér stað í efa.

Fox fréttastofan greinir nú frá því að ef Ray hefur rétt fyrir sér, að Ása spilaði hlutverk í morðunum eða með einhverjum hætti aðstoðað hann við voðaverkin, þá sé allur málatilbúnaður ákæruvaldsins gegn Heuermann farinn í hundana á grundvelli skynsamlegs vafa. Þetta komi fram í viðbrögðum lögmanns Ásu við þessum ásökunum Ray, sem hún segir ekki nokkurn fót fyrir.

Lögmaður Ásu, Bob Macedonio segir að ef það væri nokkur vafi hjá lögreglu um sakleysi Ásu, þá hefði saksóknari aldrei gefið það upp, meira að segja áður en gæsluvarðhald Heuermann var staðfest fyrir dómi, að hún ætti engan hlut að máli. Slíkt hefði stefnt öllu málinu í hættu.

Ray vísaði á fundi sínum til samtals við starfsmann á hóteli þar sem Ása hafði dvalið þegar eitt morðanna var framið, en sá hafi greint frá því að Ása hafi ekki mætt fyrr en eftir að morðið átti sér stað. Macedonio segist hafa sent bréf á hótelið og krafist þess að fá nafnið á þessum meinta starfsmanni sem hafi klárlega brotið gegn persónuvernd Ásu og þar að auki haldið fram ósannindum.

„Alríkislögreglan, rannsóknarlögreglumenn í Suffolk, lögreglumenn og allir í lögreglunni hafa útilokað Ásu og Victoriu Heuermann sem sakborninga enda voru þær ekki einu sinni í umdæminu þegar morðin áttu sér stað,“ sagði Macedonio.

Nánar má lesa um málið hjá Fox

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria
Pressan
Í gær

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst