fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Lífsstílsbreyting á miðjum aldri dregur úr líkunum á krabbameini

Pressan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 17:00

Reykingar hafa skelfileg áhrif á ungt fólk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt fólk sé komið á miðjan aldur þýðir það ekki að lífsstílsbreyting á þeim tímapunkti geti ekki átt þátt í að draga úr líkunum á að fá krabbamein.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dönsku krabbameinssamtökunum þar sem segir að þetta sé niðurstaða rannsóknar sem rúmlega 521.000 manns, frá 23 löndum, tóku þátt í. Fólkið var á aldrinum 35 til 70 ára.

Rannsóknin beindist að reykingum, hreyfingu, þyngd og áfengisneyslu. Fólkið svaraði fjölda spurninga í upphafi rannsóknarinnar og síðan aftur eftir fimm til tíu ár. Því næst voru þátttakendunum gefin stig, frá einu upp í fjögur, í fjórum flokkum.

Þar sýndi rannsóknin að meira að segja litlar lífsstílsbreytingar skiptu máli.

Anja Olsen, hjá dönsku krabbameinssamtökunum, segir í fréttatilkynningunni að þegar horft sé á skalann frá 0 til 16 stig þá sjáist að líkurnar á að fá krabbamein aukast eða minnka ef heildarstigafjöldinn breytist bara um eitt stig.

Að hennar sögn skipta reykingar mestu máli. „Það er enginn vafi á að ef maður reykir, þá á maður auðvitað að hætta því. En við sjáum einnig að fyrir þá mörgu, sem ekki reykja, þá er ávinningur í hinum þáttunum,“ sagði hún.

Rannsóknin fjallar um að draga úr líkunum á lífsstílstengdu krabbameini á borð við í brjóstum, lungum, þörmum, maga, lifur og leghálsi.

Krabbameinssamtökin segja að fyrri rannsóknir hafi sýnt að hægt sé að koma í veg fyrir allt að 40% krabbameinstilfella á heimsvísu ef allir myndu fylgja ráðleggingum um að reykja ekki, drekka ekki óhóflegt magn af áfengi, hreyfa sig, borða hollan mat og passa upp á að vera ekki í ofþyngd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu