fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Pressan
Miðvikudaginn 11. desember 2024 17:30

Asma og Bashar al-Assad. Mynd: Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að einræðisherranum Bassar al-Assad var steypt af stóli í Sýrlandi héldu almenningur og fjölmiðlamenn þegar í forsetahöllina í Damaskus og þá kom strax í ljós að hann lifði í vellystingum á meðan borgarastyrjöld geisaði í landinu, fjöldi manna flúði land og fjöldi fólks var fangelsað og pyntað. Forsetahöllin var þó ekki raunverulegt heimili fjölskyldu einræðisherrans. Nú hefur það hús einnig verið opnað og þar hafa m.a. fundist gögn sem sýna hversu auðug eiginkona Assad, Asma er.

Breskir fjölmiðlar hafa sýnt Asma al-Assad mikinn áhuga en hún er fædd og uppalin í Bretlandi en foreldrar hennar fluttu til landsins frá Sýrlandi.

Dominic Waghorn fréttamaður Sky News er meðal þeirra sem skoðað hafa heimili hjónanna og barna þeirra en fjölskyldan bjó í veglegu einbýlishúsi í fínasta hverfi Damaskus.

Þegar var búið að stela miklu en fjölskyldan hafði greinilega yfirgefið heimilið í flýti og skilið megnið af því sem var þar eftir. Hins vegar sá Waghorn fjölda kassa utan af skartgripum, forngripum og hönnunarvörum.

Á neðri hæð hússins fundust ýmis skjöl þar á meðal yfirlit yfir bankainnistæður í eigu Asma en hún notaði ættarnafn sitt en ekki eftirnafn eiginmanns síns á bankareikningum sínum. Á yfirlitunum mátti sjá innistæður sem voru annars vegar hálf milljón evra (um 73 milljónir íslenskra króna) og annars vegar 22,5 milljónir dollara (3,1 milljarður íslenskra króna).

Ekkert miðstéttarlíf

Asma hafði áður fullyrt að fjölskyldan lifði ósköp venjulegu miðstéttarlífi en það sem fannst á heimilinu sýnir að það var ekki sannleikanum samkvæmt.

Einnig fundust annars konar verðmæti í húsinu, þ.e.a.s. tilfinningaleg. Þar má nefna gjafir sem 3 börn hjónanna höfðu búið til fyrir móður sína, fjölskyldumyndir þar sem sjá mátti m.a. einræðisherrann synda og myndir frá brúðkaupsdegi hjónanna.

Talið er líklegt að þessar háu fjárhæðir sem sjá mátti að Asma á í banka séu afurð svika af hálfu hennar og eiginmannsins en það er óljóst hvar þeir miklu fjármunir sem þau hafa sankað að sér eru niðurkomnir.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu