fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Dópuðu í brúðkaupsferðinni með skelfilegum afleiðingum

Pressan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 14:30

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsk hjón gengu í það heilaga í heimalandi sínu í ágúst 2022. Þremur vikum síðar fóru þau í brúðkaupsferð til Miami í Bandaríkjunum. Þar fundust þau meðvitundarlaus á götum úti en ekki tókst að bjarga lífi eiginkonunnar. Bandarísk yfirvöld töldu að hjónunum hefði verið byrlað ólyfjan en nú hafa pólsk yfirvöld komist að þveröfugri niðurstöðu.

Konan hét Aleksandra Leczycka og var 26 ára þegar hún lést en maður hennar, sem eins og áður segir lifði af, heitir Dawid Leczycki.

Þau giftu sig í borginni Siedlce í Póllandi. Þremur vikum síðar fundust þau meðvitundarlaus úti á götu í Miami og hafði bæði peningum og skartgripum verið stolið af þeim. Lögregla í Bandaríkjunum gerði ráð fyrir því að hjónunum hefði verið byrlað og þau síðan rænd.

Pólsk yfirvöld tóku málið hins vegar til rannsóknar og er niðurstaða hennar að hjónin hafi tekið inn hugbreytandi efni af fúsum og frjálsum vilja. Talið er að annað hvort hafi verið um of stóran skammt að ræða eða ofnæmisviðbrögð.

Aleksandra birti myndir úr brúðkaupsferðinni á samfélagsmiðlum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hún lést.

Í tilkynningu pólskra yfirvalda segir að sönnunargögn sem bandarísk yfirvöld hafi látið af hendi hafi verið rannsökuð. Þar sé um að ræða meðal annars gögn úr snjalltækjum og niðurstöður rannsókna á efnum sem fundust í líkömum hjónanna. Þessi gögn bendi til þess að þau hafi tekið efnið, en ekki kemur fram um hvaða efni var nákvæmlega að ræða, inn af sjálfsdáðum. Það sé ekki útilokað að þeim hafi verið byrlað en það sé ekkert í sönnunargögnunum sem bendi til þess.

Mirror greindi frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum