fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

„Dáinn“ sjúklingur komst til meðvitundar skömmu áður en brenna átti hann

Pressan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 04:50

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var 25 ára maður úrskurðaður látinn af læknum á sjúkrahúsi í Rajasthan í norðvestanverðu Indlandi. Skömmu áður en brenna átti „lík“ hans, komst hann til meðvitundar.

The Times of India skýrir frá þessu og segir að maðurinn, Rohitash Kumar, hafi verið daufdumbur en hvort það hafi átt hlut að máli þegar hann var úrskurðaður látinn er ekki vitað.

Þegar búið var að flytja hann í líkbrennsluna á fimmtudaginn kom í ljós að hann var lifandi. Ættingjar hans fóru þá aftur með hann á sjúkrahúsið en þar lést hann síðan á föstudaginn.

Þrír læknar, sem úrskurðuðu hann látinn í fyrra skiptið, hafa verið sendir í leyfi á meðan rannsókn fer fram á málinu.

Kumar fékk flogakast og var úrskurðaður látinn eftir að enginn hjartsláttur mældist hjá honum á meðan á endurlífgunartilraunum stóð. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda sagði málið bera vott um „alvarlega vanrækslu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá
Pressan
Í gær

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum