fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Pressan
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 13:15

Frá Kænugarði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánverjar, Ítalir og Grikkir hafa bæst í hóp þeirra ríkja sem ákveðið hafa að loka sendiráðum sínum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, tímabundið vegna ótta um yfirvofandi loftárás frá Rússum á borgina.

Í morgun tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir hefðu ákveðið að loka sendiráði sínu vegna upplýsinga um yfirvofandi árás á borgina.

Rússar hafa hótað hefndum eftir að Úkraínumenn skutu bandarískum flugskeytum á rússneskt landsvæði í gærmorgun. Vilja Rússar meina að með þessu séu Vesturlönd orðnir beinir aðilar að stríðinu.

Loftvarnaflautur ómuðu í Kænugarði og nágrenni borgarinnar í stutta stund í hádeginu af ótta við að eldflaugaárás væri yfirvofandi. Allt er með kyrrum kjörum í borginni þegar þetta er skrifað.

Í frétt BBC kemur fram að úkraínsk yfirvöld saki Rússa um að stunda einskonar „sálfræðihernað“ með því að dreifa upplýsingum á samfélagsmiðlum um yfirvofandi risaárás á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir.

Í færslu á Telegram hvetur herleyniþjónusta Úkraínu að taka einungis mark á upplýsingum frá opinberum aðilum. Rússar séu að reyna að setja sálfræðilegan þrýsting á íbúa Úkraínu. Hvetur herleyniþjónustan fólk til að halda ró sinni en taka þó mark á því þegar loftvarnaflautur borgarinnar óma og leita þá skjóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn