fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Pressan
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 06:18

Elon Musk lætur til sín taka hjá hinu opinbera.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Janja Lula da Silva, forsetafrú Brasilíu, var ómyrk í máli í garð milljarðamæringsins Elon Musk á ráðstefnu G20-ríkja sem haldin var í Rio de Janeiro í Brasilíu um helgina.

Janja ræddi þar meðal annars um samfélagsmiðla og nauðsyn þess að setja skýrt regluverk utan um starfsemi þeirra, meðal annars til stemma stigu við dreifingu falsfrétta.

Elon Musk er eins og kunnugt er eigandi X, áður Twitter, en fyrirtæki hans stóð í harðvítugum deilum við brasilísk yfirvöld fyrr á þessu ári þar sem fyrirtækið átti ekki opinberan fulltrúa í landinu. Þá hafi hann hunsað fyrirskipun hæstaréttar landsins um að loka á reikninga sem dreifa falsfréttum og fölskum upplýsingum.

Af þessum sökum var lokað á samfélagsmiðilinn í landinu í um einn mánuð.

Janja beindi orðum sínum beint að Musk þegar hún talaði um regluverkið. „Ég held að það sé Elon Musk. Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér, Elon Musk.”

Í frétt CNN kemur fram að orð Janja hafi verið sögð í gríni eða kaldhæðni og brást Musk sjálfur við á samfélagsmiðli sínum. Í athugasemd við myndband af ræðu hennar birti hann hláturtjákn og í annarri færslu sagði hann að Janja og eiginmaður hennar, Lula da Silva, muni tapa næstu forsetakosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“