fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Velta fyrir sér hvort Trump sparki Harry Bretaprins úr landi

Pressan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar velta því nú upp hvort Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, muni sparka Harry Bretaprins úr landi. Sem kunnugt er flutti Harry til Bandaríkjanna ásamt eiginkonu sinni, Meghan Markle, árið 2020.

Daily Mail rifjar upp ummæli sem Trump lét falla fyrr á þessu ári á ráðstefnu íhaldsmanna í Maryland. Á henni gagnrýndi hann Harry harðlega fyrir „að hafa svikið“ Elísabetu Bretlandsdrottningu og sagði að yrði hann kjörinn forseti myndi hann ekki vernda Harry eins og Joe Biden gerði.

Harry greindi frá því í æviminningum sínum sem komu út í fyrra að hann hefði ítrekað tekið inn fíkniefni á lífsleiðinni. Meðal annars kókaín, töfrasveppi og gras.

Þetta varð til þess að samtökin Heritage Foundation stefndu Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna fyrir að hafa gefið Harry landvistarleyfi. Héldu þau fram að fíkniefnaneysla hans hefði átt að útiloka að hann fengi dvalarleyfi og vildu meina að hann hefði logið á umsókn sinni um dvalarleyfi.

Trump var ómyrkur í máli þegar hann tjáði sig um málið fyrr á árinu og sagði að Harry yrði ekki tekinn neinum vettlingatökum ef hann yrði kjörinn forseti. Hafi hann logið á umsókn sinni fengi hann enga sérmeðferð og yrði þá að líkindum vísað úr landi.

Fyrr í vikunni sagði Hugo Vickers, sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar, að ef til vill væri sniðugt fyrir Harry og Meghan að hafa plan B fyrir hendi ef allt fer á versta veg.

„Það kæmi mér ekkert á óvart ef Trump segir: „Jæja, nú ætla ég að senda Harry Bretaprins úr landi“,“ sagði hann.

Harry og Meghan eru að sögn þegar búin að festa sér kaup á húsi í Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“