fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Pressan

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að ráðast á sofandi samnemendur sína og kennara með hamri

Pressan
Föstudaginn 25. október 2024 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára skólapiltur, sem var aðeins í nærbuxum, réðst á sofandi samnemendur sína í Blundell‘s skólanum í Tiverton í Devon á Englandi með hamri og reyndi að drepa þá. Hann réðst einnig á kennara með hamrinum.

Hann játaði að hafa ráðist á samnemendur sína og kennarann en bar því við að hann hafi gengið í svefni þegar þetta gerðist og hafi því ekki haft neina stjórn á því sem gerðist.

Metro segir að þegar þetta gerðist í júní á síðasta ári hafi pilturinn verið vopnaður þremur hömrum og hafi beðið eftir að hinir piltarnir sofnuðu. Þegar þeir voru sofnaðir réðst hann á þá en þá var klukkan um klukkan eitt að nóttu.

Kennari, sem svaf ekki fjarri vistarverum piltanna, vaknaði við lætin og fór til að kanna málið. Þegar hann kom inn í svefnherbergið sá hann skuggaveru standa þar. Sú sneri sér strax að honum lamdi hann í höfuðið með hamri.

Þriðji nemandinn heyrði kennarann öskra og hringdi í neyðarlínuna.

Komið var að piltunum stórslösuðum í rúmum sínum nokkrum mínútum síðar. Þeir voru höfuðkúpubrotnir, rifbeinsbrotnir, með gat á lunga og innvortis blæðingar.

Fyrir dómi kom fram að þeir glími við langtíma afleiðingar af árásinni og muni ekkert eftir henni.

Kennarinn var laminn sex sinnum í höfuðið með hamri.

Fyrir dómi kom fram að pilturinn hafi verið heltekinn af hömrum sem vopnum og morðum.

Árásarmaðurinn bar því við að hann hefði gengið í svefni og væri því ekki sekur um morðtilraunir því hann hafi verið geðveikur þegar hann réðst á samnemendur sína og kennarann.

Kviðdómur keypti þessa skýringu hans ekki og sakfelldi hann fyrir þrjár morðtilraunir. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur