fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Hundar og kettir glíma líka við elliglöp – Þessu skaltu fylgjast með

Pressan
Föstudaginn 11. október 2024 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundarnir okkar og kettirnir eru meira en bara gæludýr. Þeir eru líka hluti af fjölskyldunni. Á fyrstu æviárunum eru þessi frábæru ferfættu vinir okkar fullir af orku og til í hvert ævintýrið á fætur öðru en þegar aldurinn færist yfir fá sumir þeirra sjúkdóm sem líkist elliglöpum hjá okkur mönnunum.

Þetta getur haft í för með sér að hegðun þeirra breytist af því að heili þeirra starfar ekki eins og áður.

Það eru nokkur atriði sem eigendur dýranna geta fylgst með ef þá grunar að dýrin séu farin að þjást af elliglöpum.

  1. Ráðleysi
  2. Dýrið virðist ringlað
  3. Gleymni
  4. Erfiðleikar við að læra nýja hluti
  5. Óróleiki
  6. Árásargirni
  7. Svefnleysi

Til að fá staðfest hvort dýrið þjáist af elliglöpum þarf aðstoð dýralæknis. Hann skoðar hegðun dýrsins og tekur hugsanlega blóðsýni úr því eða sendir það í myndatöku.

Það er engin lækning til við elliglöpum en það er hægt að gera dýrunum lífið léttara ef þau glíma við þennan hræðilega sjúkdóm. Lyf geta dregið úr einkennum á borð við rugl og eirðarleysi. En það er hægt að gera meira en bara gefa lyf. Það er hægt að sjá til þess að heimilið sé öruggt og að hlutirnir séu fyrirsjáanlegir. Einnig er hægt að sjá til þess að það hafi reglulega eitthvað við að vera og ekki síst þarf að veita því mikla ást og athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum