fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Hermenn frá Norður-Kóreu drepnir í Úkraínu

Pressan
Föstudaginn 11. október 2024 11:09

Norðurkóreskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sex hermenn frá Norður-Kóreu eru í hópi þeirra sem úkraínski herinn drap í flugskeytaárás í Donetsk fyrr í þessum mánuði.

Talið er að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent þó nokkra hermenn til Úkraínu til að aðstoða Rússa í innrásarstríðinu þar í landi.

Samskipti Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa verið góð upp á síðkastið og hittust þeir til að mynda í Norður-Kóreu fyrr í sumar. Talið er að þar hafi þeir handsalað samkomulag um að Norður-Kóreumenn myndu senda hermenn til að aðstoða Rússa.

Fjölmiðlar í Úkraínu og Suður-Kóreu hafa greint frá dauðsföllum norðurkóresku hermannanna. Sagði Kim Yong-hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að flest benti til þess að upplýsingarnar væru réttar en Suður-Kóreumenn eru sagðir fylgjast grannt með því hvort Norður-Kóreumenn séu að senda hermenn til Úkraínu.

Bæði Úkraínumenn og Rússar hafa erlenda ríkisborgara í sínum herum. Þannig hafa nokkrir breskir ríkisborgarar sem barist hafa fyrir Úkraínu verið drepnir á vígvellinum og þá er vitað til þess að í rússneska hernum séu ríkisborgarar frá ríkjum Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 5 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri