fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fullorðinn maður fékk mikið hrós fyrir „snilldarlega hefnd“ gegn níu ára dreng

Pressan
Föstudaginn 11. október 2024 18:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir 14 ára stúlku hefur fengið mikið hrós fyrir viðbrögð sín við því að níu ára drengur hafi verið í sífellu að sparka í sæti stúlkunnar í flugvél sem þau voru öll farþegar í. Stúlkan greindi frá málinu á Reddit þar sem föður hennar er mikið hrósað og hann sagður hafa „hefnt sín snilldarlega“, fyrir hönd dóttur sinnar, á drengnum.

Mirror greinir frá málinu.

Feðginin voru farþegar í flugvél sem var á leið frá Indlandi en ekki er tekið skýrt fram að þau hafi verið á leið til Bretlands. Lítið rými var á milli sæta í flugvélinni en um var að ræða næturflug. Stúlkan segir að vélin hafi verið á flugi í um 10 mínútur þegar drengurinn, sem sat í sætaröðinni fyrir aftan hana, byrjaði að sparka í sífellu í sætið hennar en hún hafi ólm viljað reyna að sofa sem hafi verið ómögulegt vegna þessara stanslausu sparka.

Drengurinn sat við hlið foreldra sinna. Stúlkan sagði föður sínum frá því hvað drengurinn var að gera. Faðirinn bað drenginn vinsamlegast um að hætta og hann hlýddi því í örskamma stund. Þegar drengurinn hélt spörkunum áfram varð tónn föður stúlkunnar hvassari en drengurinn ansaði því ekki. Brást þá faðir stúlkunnar við með því að halla sínu sæti aftur svo að fótarými drengsins minnkaði töluvert. Faðir drengsins bað hann um að lyfta sætinu sem hann neitaði að gera og var þá flugþjónn kallaður til.

Fékk sínu framgengt

Flugþjónn tók hins vegar afstöðu með föður stúlkunnar og sagði hann eiga fullan rétt á að halla sínu sæti aftur en stúlkan segir flugþjóninn hafa tekið vel eftir því hvernig drengurinn lét. Hann hafi gengið í burtu undir bölvi og ragni föður drengsins. Foreldrar drengsins hafi loks fengið hann til að hætta að sparka í sætið. Þau hafi hins vegar sent henni, föður hennar og flugþjóninum illt augnaráð. Stúlkan segir föður sinn hafa haft sæti sitt í hallandi stöðu í klukkutíma í viðbót þar til hann hafi verið viss um að drengurinn og foreldrar hans hefðu lært sína lexíu.

Í athugasemdum við færsluna fær faðir stúlkunnar mikið hrós fyrir viðbrögð sín. Í einni athugasemd er meðal annars bent á að ekki sé hægt að ná til sumra fyrr en eitthvað hafi bein áhrif á þá sjálfa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri