fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 08:03

Frá Beirút í gærkvöldi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hizbollah-samtökin í Líbanon hafa látið eldflaugum rigna yfir íbúðabyggðir Ísraelsmanna við landamæri Líbanons eftir að Ísraelsher réðst inn í landið í gærkvöldi.

Hafa Hizbollah-samtökin einkum beint sjónum sínum að bæjunum Shtula og Metula í nótt sem eru við landamæri Líbanons, en talið er að ísraelskir hermenn haldi til þar. Þá hafa samtökin einnig skotið eldflaugum að hafnarborginni Haifa í norðurhluta Ísraels.

Ísraelsher sendi herlið inn fyrir landamæri suðurhluta Líbanons í gærkvöldi og þá voru gerðar loftárásir á höfuðborgina Beirút. Hizbolla-samtökin eru sögð hafa veitt harða mótspyrnu en Ísraelsher segir að aðgerðinni sé beint að „ákveðnum skotmörkum“.

Ísraelskir hermenn sem taka þátt í innrásinni tilheyra hinni svokölluðu 98. deild hersins sem er einskonar úrvalssveit hermanna. Voru umræddir hermenn kallaðir frá Gaza á dögunum. Ekki liggur fyrir hversu mikið mannfall varð í árásum næturinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn