fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Þetta ættir þú alltaf að gera þegar þú kúkar – Getur skipt miklu máli

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 04:17

Tekur hún bók með á klósettið á nóttunni?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar við setjumst á klósettið til að kúka þá er mikilvægt að kíkja aðeins á kúkinn þegar búið er að koma honum á sinn stað. Breytingar á litnum á honum og samsetning hans eru það sem skoða á.

„Þetta er einfaldur vani sem getur bjargað lífi fólks,“ sagði Dr. Chun Tang, hjá Pall Mall Medical í Bretlandi, í samtali við Daily Express.

Breytingar á kúknum geta gefið vísbendingu um ef eitthvað er að í líkamanum og af þeim sökum er mikilvægt að skoða hvernig kúkurinn lítur út.

Dr. Tang benti á að blóð í kúki sé eitthvað sem þurfi að taka mjög alvarlega, því það getur verið merki um krabbamein í þörmunum. Þrjár mikilvægustu vísbendingarnar um krabbamein í þörmum eru blóð í kúknum, breytingar á hægðavenjum og magaverkir að sögn Dr. Tang sem bætti við að þessi einkenni geti einnig verið merki um síður alvarleg heilbrigðisvandamál, til dæmis bólgur í ristli, fæðuóþol og gyllinæð.

„Það er því engin ástæða til að hrapa að ályktunum og gefa sér að um eitthvað alvarlegt sé að ræða,“ sagði Dr. Tang sem mælir með að ef þessi einkenni séu viðvarandi, sé mikilvægt að leita ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn