fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Maðurinn sem tók viðtal við Rex Heuermann stígur fram – „Þetta er frekar hrollvekjandi, vægast sagt“

Pressan
Þriðjudaginn 11. júní 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2022 settist fasteigasalinn Antoine Amira niður með Rex Heuermann til að taka við hann viðtal. Þeir voru staddir á skrifstofu Rex á Manhattan. Antoine hafði ekki hugmynd um að ári síðar yrði nafn Rex á allra vörum er hann var handtekinn og ákærður fyrir þrjú morð. Á þessu ári hefur hann svo verið ákærður fyrir þrjú morð til viðbótar og í síðustu viku afhjúpaði ákæruvaldið skjal sem fannst á hörðum disk á heimili Rex þar sem hann virðist hafa skrifað niður eins konar leiðbeiningar fyrir framtíðar morð, lærdóm sem hann hefði dregið af fyrri brotum sínum og hvernig hann gæti falið slóð sína fyrir lögreglu.

NewsNation ræddi við Antoine í gærkvöldi um hvernig Rex hafi komið honum fyrir sjónir á þessum tíma þegar engum grunaði að þarna væri raðmorðingi á ferðinni.

Antoine tekur fram að hann hafi tekið viðtal Heuermann, sem er arkitekt, út af störfum hans fyrir New York. Hann var strax sleginn út af stærð Heuermann sem er hávaxinn og mikill um sig.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að landa þessu viðtali. Við fyrstu kynni sló það mig hvað hann er sterkur. Við tókumst í hendur og það fór ekki á milli mála, hann tók svo fast í hendina á mér að ég næstum kveinkaði mér. Hann var svo sterkur að það var sárt.“

Antoine hafði tökumann með sér sem er svipaður Rex að hæð en sá upplifði Rex líka sem stærri og sterkari. Antoine segir að það hafi verið dóttir Rex og eiginkonu hans, Ásu Guðbjargar Ellerup, sem tók á móti honum á skrifstofunni. Antoine upplifði að dótturinni, Victoriu, stæði ógn af föður sínum.

„Dóttir hans var þarna með honum. Hún var þarna á meðan á viðtalinu stóð, hún tók á móti okkur. Mér fannst samband hans við dóttur sína skrítið. Mér fannst eins og henni stæði ógn af honum út af því hvernig hann talaði við hana. Mér leið ekki þægilega á meðan hann ræddi við dóttur sína.“

Erfiðasta viðtalið

Antoine segir þetta eitt erfiðasta viðtalið sem hann hefur tekið á ferli sínum. Hann telur ljóst að Rex sé með sjálfhverfu á sjúklegu stigi. Bæði hafi Rex átt erfitt með að það væri Antoine sem stýrði samtali þeirra og eins var erfitt að fá hann til að hætta að tala um sjálfan sig svo hægt væri að komast að næstu spurningu.

„Hann elskar að tala um sjálfan sig, hvað hann gerir.“

Antoine segir að Rex sé arkitekt og mjög smámunasamur. Hann leit stórt á sig út af störfum hans fyrir borgina og varði nokkrum tíma í viðtalinu að tala niður til opinberra starfsmanna.

„Hann elskaði að hæðast að borginni, ríkisstjórninni og fólki sem við getum kallað valdhafa. Hann sagði oft við mig að hann væri miklu fróðari en allir sem vinna hjá hinu opinbera.“

Ein spurning hafi þó slegið Rex út af laginu. Antoine hefur það að vana að spyrja alltaf sömu spurningarinnar í lok viðtals. Hann biður viðmælendur að ímynda sér að þeir séu hlutur, hlutur sem gagnist þeim mest í störfum þeirra. Þarna hafi Rex þagnað og þurfti að hugsa sig um. Loks svaraði hann því til að ef hann væri hlutur þá væri hann hamar.

„Þarna var ég að biðja hann um að hlutgera sjálfan sig, mögulega í fyrsta sinn sem hann er beðinn um að ímynda sér slíkt, að sjá sig sem hlut.“

Antoine segir að í ljósi fréttanna í síðustu viku, þar sem leiðbeiningar Rex um morð voru afhjúpaðar, þá sé skuggalegt að hugsa til þess að þennan mann hafi hann hitt og rætt við á faglegum nótum.

„Þetta er frekar hrollvekjandi, vægast sagt. Að vita hvað rannsóknin hefur leitt í ljós, eða hvað er meint að hún hafi leitt í ljós, er furðuleg tilfinning. Hann nefndi hamar, þetta er ekki í fyrsta sinn sem viðmælandi svarar mér með því að nefna hamar, en þetta er í fyrsta sinn sem einhver er jafn afgerandi í svari sínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum