fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Pressan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 08:00

Megrunarlyf gætu stöðvað dauða heilafruma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur vísindamanna við Árósaháskóla vinnur nú að tilraun sem gæti reynst marka tímamót fyrir sjúklinga sem hafa fengið blóðtappa í heila. Það er efnið Semaglutid, sem er meðal annars að finna í Wegovy og Ozempis, sem gegnir aðalhlutverki í þessari rannsókn.

Sjúklingar, sem eru lagði inn með blóðtappa í heila, fá efnið í þeirri von að það minnki þann skaða sem blóðtappinn annars veldur.

TV2 skýrir frá þessu og segir að áður hafi verið vitað að megrunarlyf dragi úr líkunum á blóðtappa og hjartaáfalli en þetta sé í fyrsta sinn sem það er notað gegn blóðtappa.

Claus Ziegler Simonsen, yfirlæknir og prófessor við taugafræðideild háskólasjúkrahússins í Árósum, sagði að fram að þessu hafi blóðtappar aðeins verið meðhöndlaðir með því að reynt hafi verið að leysa þá upp eða fjarlægja með legg.

„Það hefur verið reynt að nota mörg efni til að bjarga heilanum á meðan beðið er eftir að blóðflæðið komist aftur í gang. Við teljum að Semaglutin lofi góðu,“ sagði hann.

Í rannsókninni er sjúklingum, sem eru lagðir inn með bráðan blóðtappa, gefið lyfið. En þeir verða að uppfylla ákveðnar kröfur. Þeir mega ekki vera með sykursýki, þeir mega ekki vera of léttir og þeir verða að hafa verið sjálfbjarga áður en þeir fengu blóðtappann. Ástæðan fyrir síðasta atriðinu er að vísindamennirnir bera virknistig þeirra, sem hafa fengið Semaglutid, saman við virknistig þeirra sem fá hefðbundna meðferð við blóðtappa.

Simonsen sagði að markmiðið með þessu sé að bjarga taugafrumunum í heilanum svo þær drepist ekki vegna blóðskorts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun