Bíleigandinn, sem er dóttir gömlu konunnar, hafði brugðið sér inn í verslun en skildi bílinn eftir í gangi til að halda hita á móður sinni.
Sky News segir að lögreglan í Manchester hafi opinberað upptöku af símtalinu þegar konan hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna um þjófnaðinn. „Bíllinn minn er horfinn og mamma mín, mamma mín er í bílnum . . . þeir tóku bílinn minn og mömmu mína. Hún er fötluð og blind og með elliglöp. Hvað ætla þeir að gera henni, hvað ætla þeir að gera mömmu minni?“ sagði hún.
Lögreglan birti einnig upptöku af eftirför lögreglunnar og sést að Stephenson ók greitt um götur Ashton-under-Lyne í Tameside, tók fram úr fjölda bíla og ók öfug megin á götunum.
Hann gafst að lokum upp og stöðvaði og var handtekinn.
Gömlu konuna sakaði ekki.