fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Pressan
Föstudaginn 12. apríl 2024 04:06

Javier Sanchez. Mynd:Óscar Cortel/Archbishopric of Zaragoza

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörmulegt slys átti sér stað í páskamessu Javier Sanchez, sem var þekktur sem „rokk presturinn“, í Zaragoza á Spáni um páskana. Eldur náði að læsa sig í kufl hans og brann Sanchez svo illa að hann lést.

Mirror skýrir frá þessu og segir að Sanchez hafi hlotið brunasár á nær öllum líkamanum. Hann lá á gjörgæsludeild í fjóra daga áður en hann lést.

Slysið varð með þeim hætti að eldur kom upp í glóðarskál sem var umkringd kertum. Nunnur stóðu nærri skálinni og voru í hættu af völdum eldsins. Sanchez þykir hafa unnið mikið þrekvirki með því að stilla sér upp á milli þeirra og logandi skálarinnar. Þannig kom hann í veg fyrir að eldurinn næði til þeirra.

El Heraldo de Aragón hefur eftir heimildarmanni að svo virðist sem eldfimur vökvi hafi verið notaður til að kveikja eld í páskamessunni.

Sanchez var vinsæll prestur og var oft nefndur „rokk presturinn“ vegna ástar hans á gítartónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst