fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Nauðgaði ungri konu af því hann „langaði til þess“

Pressan
Mánudaginn 29. janúar 2024 16:30

Þýskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hælisleitandi í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa nauðgað 19 ára gamalli konu. Sagðist hann fyrir dómi hafa nauðgað konunni af því hann „langaði til þess.“

Þetta hefur Daily Mail eftir þýskum fjölmiðlum.

Þar kemur fram að maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Maðurinn, sem hafði flúið til Þýskalands frá Afganistan, er aðeins nefndur Sefatullah S. í dómsskjölum. Hann er 30 ára gamall. Maðurinn braut á ungu konunni þegar þau voru bæði farþegar í næturlest, 7. ágúst á síðasta ári, sem var á leið frá Stuttgart til Ulm. Konan var sofandi en hvíldi höfuðið á borði. Hún vaknaði við það að maðurinn var í óðaönn að troða getnaðarlim sínum upp í munn hennar.

Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi. Hann sagðist hafa gert þetta einfaldlega af því hann langaði til þess. Hann er sagður eiga 11 systkini og hafa dóma á bakinu fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Maðurinn, sem er ólæs og óskrifandi, kom fyrst til Þýskalands árið 2015. Hann sagðist fyrir dómi hafa eytt þeim greiðslum sem hann fékk, sem hælisleitandi, frá hinu opinbera í Þýskalandi í áfengi og fíkniefni á meðan hann bjó í ókeypis húsnæði fyrir flóttamenn.

Hann gaf ekki mikið fyrir ferlið fyrir dómstólnum og sagði það vera eintómt „bla, bla, bla.“

Maðurinn var fyrst í varðhaldi en síðar fluttur á geðsjúkrahús eftir að hann sagðist heyra raddir.

Lögreglan segir að maðurinn hafi neitað að taka þátt í sérstakri meðferðaráætlun fyrir menn sem hafa framið ítrekuð kynferðisbrot.

Dómur verður kveðinn upp yfir manninum í febrúar næstkomandi en ekki hafa fengist upplýsingar um stöðu umsóknar hans um hæli í Þýskalandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju