fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Pressan

Metanhaf undir sífreranum á Svalbarða gæti hrundið hringiðu atburða af stað

Pressan
Laugardaginn 6. janúar 2024 18:30

Frá Svalbarða þar sem hlýnar með ári hverju. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djúpt undir sífreranum á Svalbarða  lúrir sístækkandi metanhaf. Ef þetta metan sleppur undan sífreranum og út í andrúmsloftið gæti það hrundið hringiðu atburða sem ekki eru góðir fyrir loftslagið.

Sífreri er svæði sem hefur verið frosið í tvö ár hið minnsta. Á Svalbarða myndar hann þétt lok á milljónir rúmkílómetra af metani en það er ekki ávísun á að svo verði að eilífu að því er segir í rannsókn sem var birt nýlega í vísindaritinu Frontiers in Earth Science.

Thomas Birchall, aðalhöfundur rannsóknarinnar og jarðfræðingur við háskólasetrið á Svalbarða, sagði í tilkynningu að eins og staðan sé núna, sleppi lítið magn af metani upp í gegnum sífrerann en þættir á borð við bráðnun jökla og sífrera þá „opnist lokið“ hugsanlega í framtíðinni.

Ef sífreralokið bráðnar þá getur keðjuverkun hafist þar sem metanið losnar út í andrúmsloftið, veldur enn meiri hlýnun þess sem aftur leiðir til þess að meiri sífreri bráðnar og meira metan streymir út í andrúmsloftið. Þessi hringrás myndi síðan halda áfram  að sögn vísindamannanna sem gerðu rannsóknina. Live Science skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Í gær

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Í gær

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Í gær

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu