fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Óstöðug tungl gera hugsanlega út af við líf í alheiminum

Pressan
Laugardaginn 1. apríl 2023 07:30

Tunglið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki líkleg sviðsmynd að tunglið muni lenda í árekstri við jörðina, nema auðvitað í vísindaskáldsögum. En fyrir sumar aðrar plánetur í alheiminum er ekki útilokað að slíkar sviðsmyndir komi upp og þær lendi í þess kyns hörmungum.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í Monthly Notices of the Royal Astronomical Society, kemur fram að með notkun tölvulíkana hafi komið í ljós að árekstrar fjarpláneta og tungla þeirra sé eitthvað sem gerist reglulega og að það gæti haft hörmulegar afleiðingar fyrir líf á þessum plánetum, ef það er til staðar.

Stjörnufræðingar hafa ekki enn staðfest að tilvist tungla, sem eru á braut um fjarplánetur, en vísindamenn reikna með að mikið sé af þeim í alheiminum.

„Við vitum um fullt af tunglum í sólkerfinu okkar, svo auðvitað reiknum við með að tungl séu í fjarplánetusólkerfum,“ sagði Jonathan Brande, stjarneðlisfræðingur við Kansasháskóla, við Live Science. Hann kom ekki að gerð rannsóknarinnar.

Brad Hanse, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla í Los Angeles og höfundur rannsóknarinnar, er áhugasamur um að rannsaka samspila tungla og fjarpláneta og hvaða áhrif þetta samspil hefur á hugsanlegt líf í fjarlægum sólkerfum.

Þyngdarafl stýrir samspili plánetu og tungla þessa eins og raunin er hér á jörðinni þar sem tunglið stýrir sjávarföllum. Tunglið færist örlítið fjær jörðinni á ári hverju og því stækkar braut þess um jörðina. Á sama tíma hægist örlítið á snúningi jarðarinnar. Það er samspil jarðarinnar og tunglsins sem veldur þessu.

Ef þetta myndi halda áfram nægilega lengi myndi tunglið að lokum losna alveg undan áhrifum jarðarinnar. En sem betur fer þá tekur þetta svo langan tíma að sólin okkar mun springa löngu áður en tunglið sleppur alveg frá okkur.

En þessu gæti verið öðruvísi farið hjá sumum fjarplánetum, sérstaklega þeim sem eru mun nær stjörnunni sinni en jörðin sólinni, gæti þróunin verið mun hraðari. Þar gætu tungl þeirra lent í árekstri við plánetuna innan við þúsund milljón árum eftir myndun þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Góð tíðindi af Orra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“