Þetta kemur fram í umfjöllun CNN sem hefur eftir Sara Nowakowski, sálfræðingi og prófessor við Baylor College læknaskólann í Houston í Texas, að ferðalög stressi marga, þar á meðal ferðavant fólk.
Hún sagði að þegar við stöndum frammi fyrir óvissu, einhverju óþekktu eða öðru sem ógnar rútínum okkar, taki eðlishvöt okkar við. Það skipti engu máli hvort við séum að reyna að forðast mammút eða ná flugi snemma að morgni, eðlishvötin bregðist við á sama hátt.
Þar sem líkaminn býst við stressandi aðstæðum losar hann adrenalín og kortisól, sem eru hormónar sem auka hjartsláttinn og skerpa skilningarvitin. Af þeim sökum getum við ekki slakað á, við erum að hita okkur upp fyrir að takast á við áskorun.