fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Pressan

Gamalreyndur starfsmaður rekinn vegna mikillar svitalyktar

Pressan
Fimmtudaginn 30. mars 2023 04:10

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú vanlíðan, sem svitalykt frá karlmanni, einum olli samstarfsfólki hans varð til þess að hann fékk aðvörun frá yfirmönnum og var síðan rekinn úr starfi. En nú hefur úrskurðarnefnd úrskurðað uppsögnina ólögmæta og dæmt manninum bætur.

Maðurinn starfaði í bakaríi Kohberg Jótlandi í Danmörku og hafði gert í 12 ár þegar honum var sagt upp störfum. Hann vann aðallega á nóttunni. Flestar kvartanirnar yfir svitalyktinni bárust frá samstarfsfólki hans og yfirmanni á sumrin og lýsti fólkið því sem svo að lyktin „væri mjög truflandi“.

Í úrskurði sérstakrar úrskurðarnefndar, sem fjallar um mál er varða uppsagnir starfsfólks, kemur fram að Kohberg skuli greiða honum sem nemur um 1,7 milljónum íslenskra króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn.

Maðurinn hafði unnið árum saman sem afleysingamaður og á næturvöktum þegar hann hóf störf í nýrri deild bakarísins haustið 2021. Þá starfaði hann nær öðru fólki en áður og þá hófust vandamálin.

Samstarfsfólk hans kvartaði við yfirmann hans undan svitalyktinni og fékk hann þá munnlega áminningu. Í febrúar 2022 fékk hann skriflega aðvörun þar sem yfirmaður hans sagðist neyðast til að senda hann heim vegna slæms þrifnaðar/sterkrar svitalyktar sem ylli samstarfsfólki hans óþægindum.

Í bréfinu kom fram að þegar hann myndi mæta í vinnu næsta dag og framvegis ætti hann að vera búinn að ráða bót á þessu, að öðrum kosti gæti það haft afleiðingar á ráðningarsamning hans.

Þegar heitir sumarmánuðir skullu á kvartaði samstarfsfólkið aftur og í ágúst 2022 var maðurinn rekinn úr starfi.

Maðurinn sagði úrskurðarnefndinni að hann hefði reynt að viðhafa gott hreinlæti og forðast svitalykt með því að fara í bað fyrir hverja vakt og í hrein föt.

Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Kohberg hafi ekki vísað í eigin hreinlætisreglur í uppsagnarbréfinu eða aðvörunarbréfinu. Sjónunum hafi verið beint að kvörtunum vinnufélaga yfir mikilli svitalykt. TV2 hefur eftir Ann-Louise Holten, sérfræðingi í vinnustaðasálfræði við Kaupmannahafnarháskóla, að þarna liggi línan sem úrskurðarnefndin beini sjónum sínum að. Skilin á milli einkalífs og vinnustaðarins. Ef Kohberg hefði lagt áherslu á að svitalyktin hefði áhrif á framleiðsluna hefði kannski verið auðveldara að réttlæta uppsögnina  því þá væri tenging við hreinlætiskröfur og afurðina. En þarna hafi fyrirtækið réttlætt uppsögnina með hvað samstarfsfólki fannst um eitthvað sem flestum finnst vera einkamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar
Pressan
Fyrir 1 viku

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt
Pressan
Fyrir 1 viku

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum